Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Andsnúnir aðild Íslands

Þá höfum við það! Einhverjir vilja okkur ekki í samband siðaðra ríkja, spurningin  er frekar hvort við viljum vera í þessum félagsskap?
mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrumur og læti

Það fór ekki fram hjá okkur hér í Norðligaholti lætin sem þessar þrumur skildu eftir sig, þvílíkar sprengingar!!


mbl.is Þrumur og eldingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tigerinnn úr leik!

Öðruvísi mér áður brá! kallinn er úr leik og kemst ekki út úr niðurskurði!! Skyldi hann vera sprunginn blaðra?
mbl.is Tiger Woods úr leik á opna breska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjartan Gunnarsson gagnrýndi Þorgerði harðlega

Skv frétt á Vísi.is http://visir.is/article/20090717/FRETTIR01/769546102/-1

er Kjartann Gunnarsson ekki par hrifinn af þeirri ákvörðun Þorgerðar Katrínar að sitja hjá í atkæðagreiðslu gærdagsins vegna EB aðildar Íslands.

Á miðstjórnarfundi í dag sat varaformaðurinn undir harðri gagnrýni af hálfu miðstjórnar og gekk að sögn kunnugra Kjartann Gunnarsson harðast fram í gagnrýni á varaformanninn.

Bjarni Benediktsson formaður sagðist skilja afstöðu Kjartanns en taldi Þorgerði hafa gefið tilhlýðanlegar skýringar á afstöðu sinni.

Ég sem kjósandi flokksins hlýt að spyrja að því hvort sjálfstæði þingmanna sé í hættu og þá langar mig einnig að vita hvað miðstjórnarmönnum fannst um að einn flokksmaður skildi kjósa með tillögunni?


Ísland gæti stokkið framfyrir önnur ríki í ESB

Það að við íslendingar getum troðið okkur fram fyrir í röð þeirra landa sem sótt hafa um aðild að EB fer illa í aðrar þjóðir sem slíkt hið sama hafa gert, og sýnist sitt hverjum um það. Mér finnst eins og verið sé að slá ryki í augu okkar með slíkum yfirlýsingum, og raunverulega verið að ýja að því að þeir vilji endilega fá okkur inn í bandalagið, alveg örugglega vegna mögulegs aðgangs að fiskimiðum okkar sem er eins og olía í þeirra augum!, Taka skal þvi með hæfilegum fyrirvara!

Það eru þjóðir eins og Tyrkland, Króatía, Serbía, Makedónía, Bosnía og Albanía sem um ræðir og eru Tyrkir sagðir mjög móðgaðir vegna ummæla háttsettra manna hjá EB um góða möguleika íslendinga um skjóta aðild að bandalaginu.

Sjá frétt á Vísi.is http://visir.is/article/20090717/FRETTIR01/315015756/-1

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband