Djöfull er þetta ruglað dómskerfi hér !!!

Ég  hlýt að taka undir með fleirum hér á blogginu vegna þessa rugls, sjómaður sem er í forsvari fyrir stóru skipi er tekinn drukkinn og sleppt um leið um borð til að sofa úr sér!! hvers vegna er hann ekki settur í járn og látinn dúsa í klefa þar sem brot hans er mjög alvarlegt!! eða finnast yfirvöldum kannski þessi sjómannsbrot ekki vera alvarleg?


mbl.is Drukkinn skipstjóri handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meinar hvernig vita þeir að hann hafi verið að sigla því fullur ? getur verið að hann hafi fengið sér nokkra bjóra eða vodkaglös meðan báturinn var í höfn. Ekki var hann að sigla því í höfninni

Árni (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 23:35

2 identicon

góður Árni!

Réttast væri að láta hann borga meira til skattsins einsog virðist vera í tísku núna!!

Kristján (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 23:42

3 identicon

Áfram KR!

Magni (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 00:03

4 identicon

Árni, hvort sem hann var að sigla í höfn eða ei, þá er sökin sú sama, þú mátt ekki keyra bíl á bílastæði drukkinn frekar en á þjóðvegi!

Og Magni, Áfram Víkingur, (eða Arsenal)

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

guðmundur, það má nú reyndar vel vera að maðurinn hafi einfaldlega ekkert verið á vakt.

en annars er ég alveg sammála því, það er fáránlegt að manninum hafi verið skutlað um borð aftur.

Árni Sigurður Pétursson, 21.11.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Skipstjóri ber alla ábyrgð meðan skip er ekki bundið við bryggju, eða í leiðsögu Hafnarstjórnar. Hann má ekki ver frekar en aðrir vera drukkin við sín störf, veit einhver um störf sem fela í sér ábyrgð eru skilgreind þannig að sinna megi þeim undir áhrifum fíknilyfja ???

Magnús Jónsson, 21.11.2009 kl. 01:14

7 identicon

Moggabloggari að versti sort.

Ef þú ert góður penni þá þarftu ekki moggablogg eða tengja bloggið þitt við frétt til þess að fá athygli

 Geri mér grein fyrir því að það er gaman að blogga um allann fjandan (ég geri það), en að þurfa að tengja þetta við fréttir á mbl, þetta er pathetic!

Tryggvi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 06:17

8 identicon

Tollverðir eru þeir fyrstu sem fara um borð eftir að skipið kemur í höfn og þeir hafa líklega fylgst með skipinu leggja upp að. Líklegt er að hafnsögumaður hafi verið um borð en hann kemur um borð í skipið yst í Hvalfirðinum. Hann veit því hvort skipstjóri hafi verið við stjórnvölinn eða ekki. Það er hinsvegar undantekning ef skipstjóri stjórnar ekki þegar skip kemur í eða fer úr höfn.

Hins vegar var íslenskur togaraskipstjóri sýknaður nú á haustdögum af kæru fyrir að hafa siglt skipi sínu ölvaður. Skipið var að koma úr siglingu erlendis frá. Lögregla og tollverðir biðu á bryggjunni og var það eitt af fyrstu verkum lögreglunnar að taka blóðsýni úr skipstjóranum. Hann var hins vegar sýknaður þar sem hann bar því við að stýrimaður hefði verið með stjórn skipsins að gera þegar komið var í höfn.

Mjög sérstakt mál að skipstjóri sem ávallt þarf að vera tiltækur til að taka stjórn skips, skuli mega vera undir áhrifum áfengis einhvern tímann á siglingunni.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband