Heimsókn KSÍ á strippbúllu kostaði um 8 milljónir!

Ef þetta er ekki ástæða til að segja af sér veit ég ekki hvað er! þegar starfsmaður íþróttasambands svo sem KSÍ  gerir sig sekan um að eyða um átta millum á strippbúllu, og ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki notað eigin kort fyrir eyðslunni, enda varla svo há úttektarheimild á persónuleg kort.

Auðvitað á svona maður að víkja og krefst ég opinberar rannsóknar á þessu til að útkljá um málið, ef hins vegar um einkaeyðslu á einkakorti er að ræða bið ég viðkomandi afsökunnar. Annar er sá möguleiki að um kortasvindl sé að ræða og kemur það þá vafalaust í ljós innan tíðar.

http://visir.is/article/20091107/FRETTIR01/560761290


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta vekur upp spurningar.  Íþróttasamband eins og KSÍ er æskulýðsfélagsskapur.  Starfsmenn þess - ekki síst þeir sem gegna embættum - eru fyrirmyndir unga fólksins.  Leiðtogar æskulýðsstarfs sem setja ungu fólki tiltekin viðmið.  Á herðum þessara fyrirmynda og leiðtoga unga fólksins hvílir mikil ábyrgð.  Það er spurning hvar finna á stað í hlutverki þessara fyrirmynda ungs fólks þegar leiðtogi röltir ofurölvi á milli nektar- og súlustaða. 

  Hvort viðkomandi notaði einkakort eða greiðslukort KSÍ til að "sörvera" fylgdarkonur á strippbúllum skiptir engu máli.  Reyndar notaði hann greiðslukort KSÍ.   

Jens Guð, 7.11.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband