14.8.2009 | 19:23
Venger verður að sýna árangur á komandi tímabili, hans síðasti séns!
Margir hafa gagnrýnt Arsene Venger fyrir lélega árangur undanfarinn ár, og ekki síst fyrir að hafa selt of marga toppmenn og enga fengið í staðinn, ég sem stuðningsmaður Arsenal tel að þetta sé síðasti séns þessa annars góða manns hjá þessu félagi, nái hann ekki betri árangri á komandi sparktíð vil ég hann burt og nýjann mann í brúnna.
Wenger lýgur fyrir leikmenn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verði Wenger látinn fara (t.d eftir að hafa náð 2-4 sæti. Þá hrynur klúbburinn. Það eina sem heldur okkur við toppinn er hans ótrúlega útsjónarsemi og uppeldistarf.
Þú þarft að átta þig á því að við erum ekki Real Madrid eða Man.City ......Það er á hreinu að þetta er einn af bestu 3 þjálfurum í heimi og ef þú villt reka hann fyrir að vera hjá klúbbi sem getur ekki keypt þá er það þitt vandamál.
Þröstur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:00
Ég vil alls ekki missa hann! en þú segir að hann geti ekki keypt! það er ekki rétt, hann er búinn að selja menn fyrir 30-40 millj punda, og er ekki á leiðinni að kaupa meira að eigin sögn, alla vega ekki í bráð, það finnst mér ekki rétt! plús að hann er aftur að missa Rossicky í meiðsl enn einn ganginn.
Guðmundur Júlíusson, 14.8.2009 kl. 20:10
Ef ég væri Wenger þá myndi ég ekki auglýsa það fyrirfram á blaðamanna fundi að ég hygðist kaupa leikmann. Það myndi aldrei meika sens.
Kv
Wenger fan
Wenger fan (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.