18.7.2009 | 20:03
Þrumur og læti
Það fór ekki fram hjá okkur hér í Norðligaholti lætin sem þessar þrumur skildu eftir sig, þvílíkar sprengingar!!
Þrumur og eldingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
Tónlistarspilari
Tenglar
Tónlist
- Jango, öll þín tónlist ! Jango, öll þín tónlist !
Mínir tenglar
- My facebook Facebok
- Google leit Besta leitarsíðan
- Search and Find Cheap Flights and Airline Tickets
- Nonags - Free software
Fylgst með Íslandi!
Bloggvinir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Magnússon
- Jóhannes Guðnason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Júlíus Björnsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- hilmar jónsson
- Jens Guð
- Jón Steinar Ragnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Pálmi Hamilton Lord
- Pétur Arnar Kristinsson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Sigurðsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Örn Ægir Reynisson
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Ég hef mikinn áhuga á veðurfræði og vildi gjarnan heyra nákvæmari upplifun þína af úrhellinu sem skall skyndilega á, og hversu háværar þrumurnar voru og hvort þú hafir séð eldigar og hversu bjartar og tíðar þær voru.
Bestu kveðjur,
Ágústa, nemi í veðurfræði.
Ágústa (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:21
Sæl Ágústa.
Þrumurnar sem voru á Veiðivatna svæðinu í gær um kl 16:00..voru Gríðalega háværar..en þá var ég staddur á veginum inn að Skyggnisvatni...stóðu þrumurnar í um þó nokkurn tíma og bergmáluðu svo um munar í fjallasalnum og fyrir mitt leyti voru þetta háværustu og jafnframt þær hljóðflottustu eldingar sem ég hef heyrt...
Ef það á að líkja hljóðinu á einhvern hátt þá einfaldlega er það ekki hægt...því sándið var svo magnað að það er ekkert sem kemst í hálkvisti við þessi hljóð sem fylgdu þrumunum..
Það sáust engar þrumur þ.e.a.s engin birta með þeim en þær virkuðu ekki langt í burtu..en eins og ég tók fram hér að ofan þá stóðu þær í nokkurn tíma og gríðarlega háværar..þær komu tvær með mjög stuttu millibili og síðan fleiri með lengri tíma á milli...Ég var í um 13 tíma þarna á veginum með bilað ökutæki og heyrði svo öðru hvoru þrumur allt kvöldið en þær voru mun lengra í burtu og ekki jafn háværar og þær sem urðu um kl 16 í gær....
Kv Jói...
Jói (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 01:46
Kærar þakkir Jói. Góð frásögn. Eldingarnar sáust sem sagt ekki.
Ágústa
Ágústa (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 11:03
Nei nei engar Eldingar sjánlegar..en hávaðinn kom samt allur úr suður og suðvestur átt ef það skiptir einhverju....
Kv Jói.
Jói (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:17
Sæl Öllsömul.
Sæl Ágústa.
Af minni upplifun varðandi þrumuveður:
Einhverntíma árið 2004 eða 2005 ( ekki viss með ártalið) var nokkuð þrumuveður milli kl. 22-22:45 í grennd við Þorlákshöfn.
Man klukkutímana betur en ártalið, því ég hjólaði milli heimils og vinnu á þessum árum. Vinnu lauk alltaf á svipuðum tíma, og ferðin milli vinnu og heimilis tók oftast svipaðan tíma.
Ég var á ferð á reiðhjóli á veginum milli Selfoss og Eyrarbakka.Fannst ég heyra eins og sprengingar, svo ég stoppaði og leit í kringum mig. Nokkuð ljóst var hvaðan hljóðið kom, var samt ólíkt venjulegu sprengihljóði, einhvernveginn of dimmt og langdregið. Datt helst í hug stór sprenging í fjarska. En ekki svona margar, það gat varla verið.
Ekki nema Víkingasveit lögreglunnar hefði alveg misst sig á æfingasvæðinu við Þorlákshöfn. Hafði reyndar aldrei heyrt neitt í þeim.
Heyrði í þrumum af og til í nokkrar mínútur, en sá engar eldingar.
Las í frettum daginn eftir um þrumuveður.
Einhverntíma seinna var þrumuveður ofar í nágrannasveitum. Og ég enn á ferð á hjóli.
Eftir á, þá hugsaði ég um líkur þess að geta fengið eldingu í hausinn. Einn á hjóli þarna á flatlendinu milli Eyrarbakka og Selfoss, hæsti punktur í landslagi. Þá var ekki komin þessi sumarhúsabyggð sem er í dag rétt fyrir neðan Stekka.
Var minnugur frétta frá því ég var á ferð í Danmörku 1997 (minnir mig) um dreng sem lést þegar hann fékk í sig eldingu. Sá stóð úti á smábryggju við vatn, sem sagt hæsti punktur í flötu umhverfi.
Held að ég fái mér samt seint eldingarvara á reiðhjólið.
Hljóðið sem ég heyrði við ofangreit tilvik var öðruvísi en þegar ég heyrði fyrst í þrumu.
Það var um 1970 (eða nokkkrum árum seinna) Var sem barn með foreldrum mínum á Gistiheimili við Snorrabraut. Þá sló niður eldingu.Var mikið brak-hljóð, hávært.
Hef litlar áhyggjur af tíðari þrumuveðrum á Íslandi. Er þetta ekki eðlilegur hlutur í breytingum á veðurfari ? Tengist hlýnandi veðurfari ? Eða réttara meiri mun í hita/kuldasveiflum ?
Verst ef þessu fylgir líka aukin úrkoma og sterkari vindafar.
Gaman að skoða og veðrið, og áhrif þess á okkur og umhverfið.
Gangi þér vel Ágústa.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:33
Sæll Heimir.
þakka þér fyrir skemmtilega og lifandi frásögn af þrumuveðurs upplifun þinni.
Svona sterk upplifun helst í minningunni því oft er það veðrið sem tengir mann minningum sínum frekar en dagsetningar.
Jú, ég held að breyting á veðurfari jarðar geri þrumuveður tíðara á Íslandi en áður hefur þekkst. Margir samræmir veðurþættir verða að vera til staðar svo þrumur og eldingar myndast. Aðallega þó að mikið uppstreymi frá heitri jörð mætir kulda í háloftunum.
Kærar þakkir aftur Heimir og já veðrið hefur svo sannarlega áhrif á allt umhverfi okkar og ekki síður á okkur sjálf.
Bestu kveðjur
Ágústa
Ágústa (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.