17.7.2009 | 19:01
Ísland gæti stokkið framfyrir önnur ríki í ESB
Það að við íslendingar getum troðið okkur fram fyrir í röð þeirra landa sem sótt hafa um aðild að EB fer illa í aðrar þjóðir sem slíkt hið sama hafa gert, og sýnist sitt hverjum um það. Mér finnst eins og verið sé að slá ryki í augu okkar með slíkum yfirlýsingum, og raunverulega verið að ýja að því að þeir vilji endilega fá okkur inn í bandalagið, alveg örugglega vegna mögulegs aðgangs að fiskimiðum okkar sem er eins og olía í þeirra augum!, Taka skal þvi með hæfilegum fyrirvara!
Það eru þjóðir eins og Tyrkland, Króatía, Serbía, Makedónía, Bosnía og Albanía sem um ræðir og eru Tyrkir sagðir mjög móðgaðir vegna ummæla háttsettra manna hjá EB um góða möguleika íslendinga um skjóta aðild að bandalaginu.
Sjá frétt á Vísi.is http://visir.is/article/20090717/FRETTIR01/315015756/-1
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.