Ég skora á þingmenn VG að gera hið rétta!!

Ég hef eins og svo margir fengið mig fullsaddann af umræðunni um þessa Icesave reikninga okkar, en sitt sýnist hverjum. Mér stendur hreint ekki á sama hvert stefnir í þessum málum. Þetta lítur einfaldlega þannig út fyrir mér að ef við borgum ekki verðum við sett til hliðar sem þjóð á meðal þjóða! Áhlaup verður gert á okkur og fyrirtæki í landinu og trú á viðskiptahæfni okkar hverfur! þetta er ákaflega alvarlegt mál  út af fyrir sig. Mér finnst það hreinlega barnalegt og í raun óskiljanlegt, að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ásamt nokkrum þingmönnum VG  ætli sér að vera andsnúnir því  að samþykkja að greiða þessar hörmulegu skuldbindingar sem Landsbankinn setti íslenska ríkið í og við skv. lögum verðum að gangast við! Ef þessir þingmenn greiða atkæði á móti, verður þeirra ávallt minnst sem þeirra er fórnuðu sjálfstæði landsins og færðu okkur þrjátíu ár aftur til fortíðar!

Ef menn skoða skjöl þau frá því er Landsbankinn fyrst ákvað að stofna þessi útibú um þessa reikninga, er alveg skýrt að íslenska ríkið er ábyrgðaraðili frá fyrstu hendi! og að ætla sér að víkjast frá þeirri skuldbindingu er mikil firra!

Íslenska þjóðin er á tímamótum og nú sem aldrei áður ríður á að rétt ákvörðun sé tekinn til þeirrar áttar er við viljum fara! Viljum við falla í flokk vanþróaðra ríkja með sama lánshæfi, (þá kjósum við á móti Icesave) ,  eða viljum við halda áfram að vera sú þjóð sem við höfum verið, í farabroddi orkumála og vísinda á hinum ýmsu sviðum, ( þá styðjum við Icesavesamkomulagið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Landsbankinn var einkabanki, um þá gilda á Íslandi sömu reglur og annarstaðar.

Innstæðu eigendur í Bretlandi borguðu ekki skatta á Íslandi.

Tryggingasjóður var sjálfseignarstofnun sem aðildareinkabankar slíkra sjóða í EU eru ábyrgir sjá um að eigi peninga ef ein bankinn fer halloka.

Breski Seðlabankinn ber ábyrgð á starfsleyfum banka á sínu svæði.  Hann greip of seint inní.

Stefna Íslending kemur fram á heimasíðu IMF. Mjög skerta tekjur til langframa. Svo sagði líka Fyrsti Bankastjóri Framkvæmdabanka Evrópu. Lítið sem ekkert lánshæfi er þegar  staðreynd aðallega út af Islave.

Dómstólar gætu alveg öruggleg fundið út að almenningur á Íslandi er ekki borgunar maður fyrir klúðri Landsbanka.  Landsbanki hefur ekki skriflegt umboð frá þjóðinn til að borga hans klúður.

Ég myndialdrei lána nokkrum með fjármálvit eins og Samfo virðist dýrka. 

Einkabankinn Landsbanki ræður ekki yfir Ríkiinu og setur engin lög.

Framsóknamenn og Sjálfstæðisflokkur innhalda flesta viðskipta menn sem taka fjármál alvarlega.  Mjög skiljanlegt að þeir fara ekki að gera Þjóðinni þá niðurlægjuungu að drekkja henni í skuldir sem hún stofnað ekki til og gera Ísland að skuldþræl Breta í framtíðinni.

Lánshæfi fer eftir greiðslugetu.  Orkumál og vísindi standa undir sjálfum sér ef þau eru arðbær.

Bananaríki fá aldrei góð lánskjör og eru því alltaf með allt niðrum sig.

Réttaróvissu er dómstóla að eyða.  Fordæmisgildi sem felst í því að láta hlunnfara sig í viðskiptum, láta alvöru viðskiptamenn ekki viðgangast . 

Bankar á Íslandi voru komir með stigavaxandi neikvætt alþjóða orðspor frá 2005.

Það er margt ljótt að koma upp úr kafinu. Skjalafals og annað.

Hvað skjöl með lagagildi  ert þú að vísa í?

Júlíus Björnsson, 27.6.2009 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband