Það virðist sem tekið sé af málunum af festu vestan hafs!

Manni virðist af fréttum vestra að forseti Bandaríkjanna sé virkilega að reyna að taka á málum almennra borgara, nú síðast með undirritun reglugerðar þess efnis að lina þá hörku greiðslukortafyrirækja gegn hinum almenna borgara, hann segir "það er auðvelt að komast inn en nánast ómögulegt að komast út " þetta þýðir að vaxtahækkun er ekki möguleg af hálfu kortafyrirtækjana nema að uppfylltum ákveðnum ákvæðum.

Það er eitthvað svona sem við viljum sjá hjá okkar yfirvöldum!! eru þau starfanum vaxin?


mbl.is Obama gegn kortafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur rétt ímyndað þér ef íslensk stjórnvöld reyndu þetta hér.  Eru reyndar búin að gefa bönkunum fyrirmæli en þeri taka bara ekki mark á því.  Og ef sett yrði reglugerð eða lögum breytt þá yrði allt vitlaust á fréttastofum útvarps og sjónvarps, dagblöðum netmiðlum að ég nú ekki tali um bloggheiminn. 

Við sáum hvernig allt ætlaði að umhverfast þegar heilbrigðisráðherra lét í sljós skoðun sína á því hvernig ætti að  draga úr tannskemmdum ungmenna og niðurgreiða kostnaðinn við eftirlitið.

Mogginn og RÚV hefðu kallað aðgerðir bandaríkjaforseta forræðishyggju sósíalismans ef Steingrímur J. hefði lagt þetta til. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband