10.5.2009 | 00:01
Man U á ekki eftir að tapa stigum í vor
Þó svo að Gerrard vonist til að City taki stig af Man U á morgun, er ég ekki sömu skoðunar, ég tel að United sé allt of sterkt um þessar mundir og gleymum ekki að þeir eiga tvo leiki til góða á Liverpool, og það eru sex stig ef þeir vinnast.
Gerrard: Vonum að City geri okkur greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
United þarf tvo sigra og eitt jafntefli í þessum fjórum leikjum sem eru eftir. (eða 7 stig af 12 mögulegum). Þessi leikur í dag verður algjör úrslitaleikur. City reynast okkur oft erfiðir en þeir hafa samt verið mjög slappir á útivelli í vetur svo við vonum að það haldi áfram í dag.
gaur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 08:32
Enn einu sinni veldur Manchester United Steven Gerrard og þeim félögum hans vonbrigðum, með því að tapa ekki nógu mögum stigum þegar þeir þurfa á því að halda, eftir öll mistök og kaflaskipta meðalmennsku á leiktíðinni. Nú vantar MU 4 stig af þeim 9 sem í boði eru til að slökkva endanlega daufan vonarneista Púllara. Sterkar líkur eru á að Sir Alex ásamt strákunum sínum færi 18. Englandsmeistara titilinn í hús á Old Trafford innan tíðar. Ef mig misminnir ekki, er það sá 11. sem liðið fær undir hans stjórn! Það fara engir núna starfandi stjórar í fötin hans Sir Alex Ferguson, hann er fremstur meðal stjóranna, en jafningja á hann engann.! Nú geta menn líklega sungið á Mersey side svæðinu eitt árið enn, "we w´ll never got a cup"...... ef fer sem horfir.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.