9.5.2009 | 22:30
Vetur, sumar, vor og haust
Þær eru ekki fagrar fréttirnar sem berast frá strjábýli landsins, hvort sem er að vestann, norðann eða austann veður gersamlega kolbrjálað og allt á kafi í snjó þegar einn þriðji er liðinn af maímánuði. Ef þetta er ekki boðberi góðs sumars þá er ég illa svikinn.
Læt hér fylgja með vorvísu frá mínum yngri árum
Vor i lofti
Það er vorhugur í fólki
það er líf í þessum bæ
og er ég geng um strætin hlýleg
þá ég kyrja lítið lag
En þá staðnæmist ég hérna
við að horfa á lífsins leik
Ég er hlutlaus áhorfandi
þegar að gleðin er við völd.
Ég er umvafinn af fólki, ég er gagntekinn af þrá
er ég hlusta á gáskaleikinn fyllist sál mín hýrri brá,
og er sólin sest til viðar, viðrar sál mín votann hljóm,
ég geng sperrtur mina leið fullur lífsins hugar ró.
Víða vetrarfærð á landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.