9.5.2009 | 19:06
Er AGS búinn að taka yfir sjálfræði okkar í efnahagsmálum?
Ögmundur Jónason segir að íslendingar hafi misst sjálfræði yfir efnahagsmálum sínum! og er ósáttur við stefnu í vaxtamálum. Þar er ég sammála honum. Allt hófst þetta með lántöku frá AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) Draga þarf úr um 170 milljarða af ríkisútgjöldum á næstu þremur árum eða svo. Einnig hefur AGS lagst gegn mikilli vaxtalækkun sem gæti hjálpað fyrirtækjum landsins gríðarlega, og komið viðskiptalífinu í gang svo um munar.
"Við þurfum að vega og meta hvað er hægt að gera hverju sinni en ég er mjög ósáttur við þennan þátt í kröfugerð AGS." segir Ögmundur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.