30.4.2009 | 20:06
Er árásin í Heiðmörk af völdum fíkniefna eða hreinnar illsku?
Það veldur mér gríðarlegum óhug að lesa um þessa árás á fimmtán ára stúlku sem tekinn er með valdi af fjölda stúlkna og hún barinn til óbóta. Hver er ástæðan fyrir slíkri hegðan barnanna og hvernig dettur þeim í hug að komast upp með slíka árás? Greinilegt að mikil heift liggur að baki. Ekki liggur fyrir hvers vegna þær fóru fram með þessu offorsi, eru fíkniefni þarna ástæða? eða eru aðrar ástæður að baki? Eru uppeldisaðstæður ástæða, ef svo er, er illa komið fyrir okkur foreldrunum.
Gáfu sig fram við lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sko. Af því sem ég heyrði í strætó í dag er þetta Einfaldur Klíkuskapur.
Þetta er það sem ungar táningstelpur gera þegar einhver fer að tala illa um þær, Taka þær lengst út í rassgat, Bíða eftir að hún slái eina af þeim og svo berja þær hana í klessu, Hvar er réttlætið í því? Ég persónulega er unglingur í Framhaldskóla og ég SKAMMAST mín fyrir að heyra um þetta, Að fólk sem er orðið nógu gamalt að berja stelpu í Grunnskóla? Ég segi nei.
Sigurhans Óskar Sigurhansson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 20:13
Takk fyrir þessar útskýringar Sigurhans, gott að fá að heyra þetta frá fólki í þessum aldurshóp, enda hafi þið bestu yfirsýnina yfir þetta, en þetta er hryllilegt mál frá byrjun og vonandi verður ekki meira um svona hrottamennsku! Ég segi líka nei takk ekki meira!
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2009 kl. 20:26
Þetta er bara VIÐBJÓÐUR og vona ég að það verði tekið HART á stelpunum. Minnstu mátti muna að hún léti lífið. Hvað er málið?
ein áhyggjufull (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:05
þetta var víst eitthvað með að þessi 15 ára stelpa var að blanda sér í samband og "eyðileggja" eins og maður hefur heyrt, hennar og annarra stelpu.. hún hafði víst verið að búa til samtöl á netinu sem voru ekki sönn.
Sem þeim fannst þessvegna nógu góð ástæða til þess að taka greyið stelpuna uppí Heiðmörk og berja hana í stöppu.
hversuu heimskulegt ? mjöög
allavega engin fíkniefni tengd þessu afþví sem ég hef heyrt.
18ára. (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:18
Takk fyrir þetta "18 ára" gott að fá þitt innlegg í umræðuna.
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.