Neysla dregst saman, eða?

Nú þegar kreppir að skóm þarf að herða reimarnar fastar að  svo tryggt sé að jafnt og örugglega sé stigið til jarðar. Þessi könnun Morgunblaðsins sýnir t.d. að um 90% fleiri lögðu inn númeraplötur sínar frá okt 08 til mars 09, og jakkafatahreinsun hefur lika dregist saman töluvert, enda færri bankamenn í fínum fötum Smile  Meira að segja gengur illa að selja hreinræktaða hunda! hvernig sem á því stendur nú. Það er líka mikil merking í aukningu á sölu á bökunarvörum, sem þýðir að fleiri eru að baka sitt eigið brauð frekar en að kaupa úti í bakaríi.  Það er líka fyndið að fólk hefur greinilega minkað verulega notkun háralita, það var aðeins 30% aukning í febrúar miðað við tæplega 70% í nóvember 2008.

En allt hefur sínar björtu hliðar á móti, bankamenn fóru í flokkum til útlanda í árshátíðarferðir  og létu væntanlega hreinsa sín föt þar, en gera það á Íslandi nú, fólk keypti tilbúnar kökur og lét vera að baka, en gera það nú, það eykur verslun í bökunarvörum, menn og konur fóru mikið út að borða  á hinum fjölmörgu veitingastöðum borgarinnar, sem var bara gott út af fyrir sig  en gera það ekki svo glatt í dag,  þetta náttúrulega þýðir að fleiri kjósa að borða heima, sem aftur kallar á að það þarf að versla í búðinni þinni sem er bara gott. Svona dæmi er lengi hægt að telja upp á þessum erfiðu tímum og ekki auðvelt að segja til um hvernig fer, en ég er nokkuð bjartsýnn á framtíðina Wink


mbl.is Neysla dregst saman í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband