Hinir hugrökku

 

Ţađ er náttúrulega i bakkafullann lćkinn ađ rćđa meira um mótmćli undanfarna daga sem og stjórnmálaástandiđ sem upp er komiđ í dag, en engu ađ síđur langar mig til ađ nefna nokkur atriđi sem ađ ţessu snýr, en ég sný mér í hring og einblíni á ađra en sjálfa mótmćlendurna, nefnilega ţá sem standa frammi fyrir lýđnum sem langflestir láta friđsamlega, og ţá hina sem ekki hafa hugmynd um hvađ um er ađ vera og halda ađ búiđ sé ađ bjóđa í útipatý á Austurvelli núna um hávetur og leyfilegt sé ađ búa til varđeld úr jólatréi allra landsmanna, sjálfu Oslóartrénu okkar fagra.

Ég eins og svo margir ađrir hef ekki komist hjá ţví ađ taka eftir  framgöngu lögreglumanna okkar í Reykjavík undanfarna daga og ţeirra ţátttöku í ţessum róstursömu óeirđum á Austurvelli og víđar. Standandi frammi fyrir hálfbrjáluđu fólki, sem kemur ađeins til ađ eyđileggja fyrir hinum heilbrigđa mótmćlenda sem ekkert til saka hefur unniđ nema ađ mótmćla ţví hruni sem orđiđ hefur á okkar velferđarţjóđfélagi og ţeim ólifnađi sem lítill hópur manna hefur á fáum árum stundađ, og fćrt okkur aftur um 30 ár eđa svo!

En snúum okkur aftur ađ löggćslumönnum okkar, sem ég gef 10 í einkunn fyrir hugrekki og rósemi í starfi sem hvorki er  auđvelt né ţćgilegt og varla eftirsóknarvert, sökum mikils álags g lélegra launa. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson hefur stađiđ sig međ miklum sóma ađ mínu mati, bćđi hvađ varđar stjórn samhćfingar allra ađgerđa, sem ég ţykist viss um ađ hann hafi skiplagt,  međ ađstođ sinna vaktstjóra og annarra yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík.

Minn hattur fer hátt á loft fyrir ţessum mönnum sem vinna ţessa vanţakklátu vinnu og fá ekkert nema skítkast fyrir (í orđsins fyllstu merkingu !)  Mér hlýtur ađ finnast ég mun öruggari í okkar samfélagi fyrir tilverknađ ţessara manna, og er viss um ađ framtíđinn verđur okkur farsćl og friđsöm, og međ vorinu grćnkar allur gróđur,  og ég er viss um ađ ţađ verđur fleira en "gróđurinn" sem verđur vorinu ađ bráđ. :)

Áfram Ísland !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband