Hinir hugrökku

 

Það er náttúrulega i bakkafullann lækinn að ræða meira um mótmæli undanfarna daga sem og stjórnmálaástandið sem upp er komið í dag, en engu að síður langar mig til að nefna nokkur atriði sem að þessu snýr, en ég sný mér í hring og einblíni á aðra en sjálfa mótmælendurna, nefnilega þá sem standa frammi fyrir lýðnum sem langflestir láta friðsamlega, og þá hina sem ekki hafa hugmynd um hvað um er að vera og halda að búið sé að bjóða í útipatý á Austurvelli núna um hávetur og leyfilegt sé að búa til varðeld úr jólatréi allra landsmanna, sjálfu Oslóartrénu okkar fagra.

Ég eins og svo margir aðrir hef ekki komist hjá því að taka eftir  framgöngu lögreglumanna okkar í Reykjavík undanfarna daga og þeirra þátttöku í þessum róstursömu óeirðum á Austurvelli og víðar. Standandi frammi fyrir hálfbrjáluðu fólki, sem kemur aðeins til að eyðileggja fyrir hinum heilbrigða mótmælenda sem ekkert til saka hefur unnið nema að mótmæla því hruni sem orðið hefur á okkar velferðarþjóðfélagi og þeim ólifnaði sem lítill hópur manna hefur á fáum árum stundað, og fært okkur aftur um 30 ár eða svo!

En snúum okkur aftur að löggæslumönnum okkar, sem ég gef 10 í einkunn fyrir hugrekki og rósemi í starfi sem hvorki er  auðvelt né þægilegt og varla eftirsóknarvert, sökum mikils álags g lélegra launa. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson hefur staðið sig með miklum sóma að mínu mati, bæði hvað varðar stjórn samhæfingar allra aðgerða, sem ég þykist viss um að hann hafi skiplagt,  með aðstoð sinna vaktstjóra og annarra yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík.

Minn hattur fer hátt á loft fyrir þessum mönnum sem vinna þessa vanþakklátu vinnu og fá ekkert nema skítkast fyrir (í orðsins fyllstu merkingu !)  Mér hlýtur að finnast ég mun öruggari í okkar samfélagi fyrir tilverknað þessara manna, og er viss um að framtíðinn verður okkur farsæl og friðsöm, og með vorinu grænkar allur gróður,  og ég er viss um að það verður fleira en "gróðurinn" sem verður vorinu að bráð. :)

Áfram Ísland !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband