Færsluflokkur: Dægurmál

Opið bréf til 365 miðla

Ég hef verið tryggur áskrifandi þessa fyrirtækis frá stofnun þess, 9 október 1986 og ávallt verið í hópi "trúaðra", tók sportið þegar að það hófst og var frábært. Það hafa verið frábær þrjátíu og eitt ár með ykkur og ánægjuleg lengst af, en allt tekur endi.

Í dag er 365 miðill langt frá því að vera sami frábæri miðill og það var á byrjunarárum þess, í raun alveg hræðilegur!, Bíórásinn í dag er með rúllandi sömu myndir  dag eftir dag viku eftir viku!!! og dagskrá aðalrásar er svipuð, gamlir friends þættir á primetime eftir frettir á föstudögum!

Í stuttu máli, dagskrá 365 er alveg hörmuleg og ég ætla að segja henni upp næstu mánaðarmót, og fá mér Netflix og Sky sport,. fyrir brot af upphæð 365!!

Myndaniðurstaða fyrir sky sp0rts

 


Ef tími samstöðu er ekki núna, þá hvenær?

Það er ekki gaman að tala um peninga þessa dagana, eða flotta bíla og dýr penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna,  hvort sem er í Reykjavík, New York eða öðrum álíka flottum borgum. Það er heldur ekki gaman að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar sé að fara á hausin og allt að fara  til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í  útvarpi eða sjónvarpi,  og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar.  

Ég neita að trúa því, né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu ástkæra föðurlandi geti kollvarpað öllu atvinnulífi, landbúnaði og sjávarútvegi sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, hljóðfráar þotur og þyrlur til að skjótast upp í sumarbústað, svo ekki sé minnst á fínu veislurnar með heimsfrægum poppurum og fínustu kokkum heims, og skrifuðu þetta allt hjá íslensku þjóðinni ! Gleymum  því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur og þotur) voru fengnar á 100%  láni frá bönkunum okkar, ég segi okkar því íslenska þjóðin átti þessa banka áður en ákveðin hópur stjórnmálamanna ákvað að gefa þá frá sér, skömmin er ævarandi þeirra, Ef þetta er ekki saknæmt, þá veit ég ekki hvað er.

Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða okkar væri meiri en oft áður?   Nú verðum við að breyta þessu, hvernig? jú, með því að vera samhuga í að láta jákvæðar fréttir vera í forgangi og ekki síst að láta flokkkspólítíska hagsmuni lönd og leið og vinna saman að sem bestu kjörum fyrir íslensku þjóðina, börnum okkar og barnabörnum til heilla í framtíðinni.

Velcome to the "Hotel California" acoustic live

þetta hljómar eins og góð rödd í hamraborg.


Reykjavík / Róm

Nú er ekki gott að tala um peninga, eða flotta bíla eða jafnvel flott penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna,  hvort sem er í Reykjavík, Róm eða öðrum álíka flottum borgum.Það er heldur ekki gaman né flott að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar, Ísland,  og raunar allar þjóðir heims,  séu að fara á hausin og allt að fara  til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í  útvarpi eða sjónvarpi,  og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar.  Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða manna og kvenna væri meiri en áður?   Nú er lag að breyta þessu, hvernig? jú, í vor á að kjósa á ný og það er aðeins í okkar valdi (kjósendanna) að breyta þessu.

Ég neita að trúa því, og, ég ætla  ekki að trúa né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu föðurlandi, geti kollvarpað öllu atvinnulífi, öllum landbúnaði, öllum sjávarútvegi, sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, og skuldsettu íslensku þjóðina fyrir herlegheitunum ! Gleymum  því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur) voru fengnar á 100%  láni frá Landsbankanum, ( hvar var verið að skoða veð vegna þessa lána ? )  Ef þetta er ekki saknæmt, þá heiti ég Jón!


Spákaupmennska eða ?

Það kemur sennilega mörgum á óvart hvernig komið er fyrir okkur íslendingum nú á dögum, okkur sem  verið hafa  sjálfum okkur þokkalega nógir í gegnum tíðina, og getað með sjávarútvegi okkar og landbúnaði, nokkurn veginn brauðfætt þjóðina, þó að vísu innflutningur hafi alltaf verið meiri en útflutningur og skuldir ríkisins hafa á stundum verið meiri en menn vildu.

Ég man vel þegar ég var ungur drengur að alast upp í Sogamýrinni og pabbi var alltaf á sjónum og mamma að hjúkra særðum og sjúkum á spítala, og við systkinin þurftum oft að sjá um okkur sjálf, þannig séð, þó sáu foreldrar okkar alltaf  fyrir því að við hefðum mat á borðum þegar þau voru úti að vinna, pabbi var kannski úti á sjó vikum saman og stundum mánuði, og mamma vann margar aukavaktirnar sem hjúkrunarkonur þurftu í þá daga að gera, og gera enn ! oft næturvakt í kjölfar dagvaktar.
Ég minnist þess alltaf þegar pabbi kom heim eftir langa siglingu og hafði selt afla á markað í Hull eða Grimsby, og kom heim korter fyrir jól, oft með ný epli eða  kassa af vínberjum, sem maður sá ekki mikið af á þeim tímum, og stundum leikföng sem unga drengi gat aðeins dreymt um! Það voru sko jól til að tala um.

Þið eruð kannski að pæla í því hvað æska mín komi þessu við, en jú, ég er  aðeins að koma jákvæðum straumum inn á milli þessarar umræðu til að brjóta þetta upp.

En nú hafa dökk ský hrannast upp og þau þykkna dag frá degi, og það sem við skulduðum fyrir tuttugu eða þrjátíu árum eru hjóm eitt hjá því sem er í dag. Hvað kom fyrir og hver er sökudólgurinn, ef einhver er.
Er hægt að benda á einhvern einn, eða er þetta samtvinnað einhverjum margslungnum þráðum ofnum af slyngum mönnum sem sáu sér leik á borði í kjölfar hinnar miklu byltingu sem varð í kjölfar tækninnar og notkunarmöguleika tölva og þeirra upplýsinga er henni fylgdu? Nýútskrifaðir viðsiptafræðingar háskólanna (hérlendis sem erlendis)  hljóta að hafa verið ginkeyptir fyrir góðri vinnu hjá hinum fjölmörgu fjármálafyrirtækjum sem spruttu upp eins og gorkúlur út um allt og urðu gróðrarfíkninni að bráð og þá er ekki að sökum að spyrja. Að ekki sé talað um allar þær siðareglur sem margbrotnar hafa verið og greinilega engin hefur túlkað rétt. Nú fer í hönd endurskipulagning fjármálakerfa um allan hin vestræna heim um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að spákaupmenn eða aðrir fjárglæfrarmenn geti orsakað hrun, ekki bara eins samfélags heldur allrar jarðarinnar. Eins og alheimur veit hefur afleiðing alls þessa orsakað hrun vaxtaskeiðs og "góðæris" sem auðvitað er orðið til af þennslu þessa tímabils, sem ég tel að" spákaupmenn" hafa hrundið af stað og ekki sér fyrir endann á því ! 

Hinir hugrökku

 

Það er náttúrulega i bakkafullann lækinn að ræða meira um mótmæli undanfarna daga sem og stjórnmálaástandið sem upp er komið í dag, en engu að síður langar mig til að nefna nokkur atriði sem að þessu snýr, en ég sný mér í hring og einblíni á aðra en sjálfa mótmælendurna, nefnilega þá sem standa frammi fyrir lýðnum sem langflestir láta friðsamlega, og þá hina sem ekki hafa hugmynd um hvað um er að vera og halda að búið sé að bjóða í útipatý á Austurvelli núna um hávetur og leyfilegt sé að búa til varðeld úr jólatréi allra landsmanna, sjálfu Oslóartrénu okkar fagra.

Ég eins og svo margir aðrir hef ekki komist hjá því að taka eftir  framgöngu lögreglumanna okkar í Reykjavík undanfarna daga og þeirra þátttöku í þessum róstursömu óeirðum á Austurvelli og víðar. Standandi frammi fyrir hálfbrjáluðu fólki, sem kemur aðeins til að eyðileggja fyrir hinum heilbrigða mótmælenda sem ekkert til saka hefur unnið nema að mótmæla því hruni sem orðið hefur á okkar velferðarþjóðfélagi og þeim ólifnaði sem lítill hópur manna hefur á fáum árum stundað, og fært okkur aftur um 30 ár eða svo!

En snúum okkur aftur að löggæslumönnum okkar, sem ég gef 10 í einkunn fyrir hugrekki og rósemi í starfi sem hvorki er  auðvelt né þægilegt og varla eftirsóknarvert, sökum mikils álags g lélegra launa. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson hefur staðið sig með miklum sóma að mínu mati, bæði hvað varðar stjórn samhæfingar allra aðgerða, sem ég þykist viss um að hann hafi skiplagt,  með aðstoð sinna vaktstjóra og annarra yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík.

Minn hattur fer hátt á loft fyrir þessum mönnum sem vinna þessa vanþakklátu vinnu og fá ekkert nema skítkast fyrir (í orðsins fyllstu merkingu !)  Mér hlýtur að finnast ég mun öruggari í okkar samfélagi fyrir tilverknað þessara manna, og er viss um að framtíðinn verður okkur farsæl og friðsöm, og með vorinu grænkar allur gróður,  og ég er viss um að það verður fleira en "gróðurinn" sem verður vorinu að bráð. :)

Áfram Ísland !


Hvað verður um Spánarfríið okkar í sumar?

Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvort utanlandsferðir eins og við þekkjum þær í dag séu liðinn tíð nú í öllu þessu krepputali og hvað það þá varir lengi, þá er ég að meina þessar týpísku sólarlandaferðir landanns sem flykkist út á vorin og allt fram á haust, til að fá einhverja tilbreytingu í hið hversdagslega og ófrumlega tilbreytingarleysi hins daglega amsturs venjulegrar vinnuviku okkar.

Ég er einn af þeim sem fer reglulega út á vorin í tvær til þrjár vikur eða svo til að viðra kroppinn og sérstaklega þá sálina, komast í annað umhverfi, því hvað er betra en að fara úr köldum vindum íslenska vorsins,(þó ég sé ekki að setja neitt út á íslenska sumarið, það er einstakt út af fyrir sig), i brennheitann vorhita balkannskagans. Að spranga um á stuttbuxum og hlýrabol með hvern matsölustaðinn hlið við hlið, og ásækna talsmenn staðanna sem vilja ólmir tæla þig inn á sinn stað (auðvitað færðu sértilboð ef  þú sérð þér fært að kíkja inn, hvað annað :)), að ekki sé nú talað um alla ensku barina með sína týpísku ensku morgunverðamatseðla, sem reyndar eru eins frá morgni til miðnættis!,  það verður reyndar fróðlegt að reyna á hversu vingjarnlega þeir munu taka á móti landanum nú eftir bankahrunið og IceSafe málið ógurlega.

En kannski er ég nú bara að mála skrattann á vegginn, þeir gætu alveg eins þakkað okkur fyrir að losa sig við þessa útrásarvíkinga sem voru á góðri leið með að kaupa upp Bretland !  Nú er umhverfið töluvert annað, krónan einskis virði og hver evra kostar það mikið að mánaðarlaun hins almenna borgara dugar skammt til að framfleyta sér og sínum í 2 vikur, hvað þá fleiri, og erfitt að ímynda sér að venjulegur verkamaður komist út í sólina næsta vor og sumar.

Hvað um það, ég ætla samt að reyna hvað ég get til að skreppa þangað suður eftir í vor enda ber ég þá von í brjósti að betri tíð sé á næsta leiti, er reyndar ansi vongóður um að svo verði, það er töluvert seigt í okkur (Ó)útrásarvíkingum á Íslandinu hinu góða :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband