9.4.2016 | 01:29
Ó borg mín borg
Nú er apríl tiltölulega nýhafinn og sorpið hleðst upp í ruslageymslunni minni, enda aðeins sótt á 15 daga fresti í höfuðborginni okkar! Hjálmar nokkur Sveinsson, sem er borgarfulltrúi, já, Samfylkingarinnar og formaður skipulagsráðs er sá aðili sem hvað mesta athygli fær enda fríður maður og hárprúður , en það er einmitt hann sem er humgmyndasmiðurinn að öllum hjólastígum bæjarins, enda hjólar hann allar sínar leiðir sjálfur, ekki nema von að allar helstu framkvæmdir þessarar voluðu borgarstjórnar eru tengdar hjólum, samanber fyrirætlanir á Grensásvegi, þar sem ekki nokkur maður hjólar"!!", Þannig hafa Vinstri menn í borgastjórn hækkað sorpgjaldið og fækkað ferðum ruslabíla, enda hentar það vel þeim sem sitja á sorpinu og safna því heima hjá sér!!
Ef þessir flokkar sem hafa stjórnað borginni um árabil ætla að heimta landstjórnina, bið ég Guð um að hjálpa okkur!!!
Athugasemdir
Góður pistill og tímabær, Guðmundur!
Jón Valur Jensson, 9.4.2016 kl. 03:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.