17.12.2011 | 00:21
EBE - EB = Efnahagsóstjórnarbandalagið
Það er sjálfsagt öllum ljóst að EB er í dauðaslitrunum, og ekkert getur sennilega komið í veg fyrir að það hrynji um sjálf sig á næstu mánuðum eða árum. Óstjórn bandalags þeirra er nú að koma fram í kreppu heimsins og er slík að engu sætir og þrátt fyrir óslitna fundasetu fyrirmanna Evrópu um að leysa þessa fjármálakrísu, hefur ekkert gerst og stefnir í raun í gjaldþrot margra evrópuríkja ef ekki alls heimsins!.
En þrátt fyrir það eru menn á vegum ríkisstjórnarinnar að vinna í því að koma okkur í þetta vesæla bandalag sem er í dauðateygjunum, og sumir taka svo djúpt í árina að heimta enn þann dag í dag að taka upp evruna, nefnilega Gylfi Arinbjarnarson ASÍ maður og stuðningsmaður Samfylkingar.
Hversu illa geta menn verið gefnir spyr ég????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.