5.8.2011 | 23:35
Minnir á lestaratvikið í Svíþjóð
Þetta minnir óþægilega á atvikið í Svíiþjóð þar sem að lestarþjónn vísaði ellefu ára stúlku út úr lest þar sem að hún gat ekki framvísað farmiða, var hent út í miðjum göngum í myrkri að kveldi og langt frá heimabæ sínum, stúlkan sagði að systir sín eldri væri á salerni og með miðana en lestarvörðurinn í sinni illkvittni að mínu mati, ákvað að trúa henni ekki með þeim afleiðingum að henda henni út!! Af varð leit um allt landið og fannst telpan vegna þess að miskunarsöm kona skaut yfir hana skjólshúsi.
Þvílíkt vanhæft starfsfólk, í báðum tilvikum, hjá lestarfyrirtækinu og hjá IE. (en öllu heldur hjá yfirmönnum þessarra fyrirtækja sem ættu að vera með heilsteyptari vinnureglur)
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/08/05/asa_starfsmanns_um_ad_kenna/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.