Hrikalegt lestarslys í Kína

Það er á fleiri stöðum en í Noregi sem hörmulegir atburðir eiga sér stað, í Kína, nánar tiltekið í Zhejiang, sem er í austurhluta Kína varð hrikalegt lestarslys, þar sem að hraðlest klesti á kyrrstæða lest er orðið hafði fyrir eldingu og gat sig hvergi hrært með þeim afleiðingum um 32 létust og hundruð eru slösuð.

kinalest

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

talsverður munur á morðum og slysi..

Óskar Þorkelsson, 24.7.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Talsverður munur Óskar, en það gerir ekkert lítið úr slysinu þó einhver brjálæðingur drepi og stórslasi yfir 100 manns. Þetta er skelfilegt slys Guðmundur og hörmulegt að svona skuli geta gerst. Þegar ég bjó í Kína fór ég einu sinni með lest og ákvað að gera það aldrei aftur, eftir að hafa séð fráganginn á stað þar sem slys hafði orðið. Þarf þó ekki að vera að það hafi verið hættulegt þó ekki litist mér á blikuna.

Aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu eiga alla mína samúð, svo sem og Norðmenn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.7.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband