9.7.2011 | 00:42
Megrunarplan Victoriu Beckham
Halló, þegar að svona fréttir koma á vefmiðlum, hvort sem þær eru á pappír eða á vef eins og þessum, rennur mér kalt vatn á milli skinns og hörunds!!
Hvað kemur okkur við þó að þessi ágæta manneskja sem ekkert hefur sér til ágætis nema að vera gift þokkalegum fótboltamanni sem að auki var einu sinni í Man U????
Hverjum er ekki sama þó að hún sé að fara að eignast sitt fjórða barn og vilji komast í stærð 4 strax að lokinni fæðingu eða hér um bil ?
Aumkunarverð blaðamennska, en í raun dapurlegt vegna þess að það eru lygilega margir sem vilja lesa þetta og fylgjast með lífi frægu stjarnanna????
http://mbl.is/smartland/stars/2011/07/09/megrunarplan_victoriu_beckham/
Athugasemdir
Að lokinni fæðingu segir þú, ég segi ef hún lifir það af. Manneskjan eins grindhoruð og hún er, og að því virðist illa hrjáð af annorexiu. Og þetta komment um að ætla að komast í föt nr. 4 segir eiginlega allt sem segja þarf um hversu sjúk hún virðist.
Innilega sammála þér um hversu ömurlegar svona fréttir eru. Hverjum kemur þetta við?
En eitt má þó daman eiga, þó hún sé gift David Beckham. Hún var ein af Kryddpíunum þar sem hún þénaði sand af peningum og síðan hefur hún reynst klók businessmanneskja, og hefur komið ár sinni vel fyrir borð, sjálf. Fólk má nú eiga það sem það á, jafnvel þó okkur hundleiðist að lesa um það.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 01:03
Þetta snýst ekki um velgengni eða peninga kæra vina, heldur hvert fréttamiðlar eru komnir út í, ógöngur að mínu viti!
Guðmundur Júlíusson, 9.7.2011 kl. 01:15
Ég biðst afsökunar kæri minn, en þú minntist eithvað á að hún hefði ekkert til síns ágætis nema að vera gift fyrr- eða núverandi fótboltastjörnu? Vildi því varpa ljósi á að konan er ekkert upp á stjörnuna komin.
Það þarf ekkert að útskýra fyrir mér hvert fréttamiðlar eru komnir. Þeir eru nákvæmlega á því plani sem fólk virðist flestallt vera, svona fréttir eru gleyptar í sig eins og heitar lummur og upp á það stíla miðlarnir, sorglegt, en samt satt.
Þetta er orðið svo fast í þjóðarsálinni að fólk eins og við, sem fyrirlítum svona fréttir lesum þær, okkur til skapraunar og hneykslunar. Þar með erum við ekkert skárri en þeir sem flytja okkur þær.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 01:42
Hún er jú ein af Spice girls, en er sennilega sú er enga hæfileika hafði, nema útlitið, en það er efni í aðra grein.
Hvernig væri gagnrýnandi ef engin væri bókin??
Á maður ekki að lesa það sem ekki er manni að skapi, hvernig er það hægt? ég spyr.
Ef okkur finnst efnið ekki við hæfi þá bloggum við um það eða komum því til skila á þann hátt sem við getum, ekki satt?
Guðmundur Júlíusson, 9.7.2011 kl. 01:51
Eins og þú vilt og finnst við hæfi, amen.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 01:59
Eru ekki sammála mér Bergljót? eða hvað. láttu vaða
Guðmundur Júlíusson, 9.7.2011 kl. 02:07
Hvernig væri gagnrýnin ef engin væri bókin, hvernig væri allt ef það væri ekki öðruvísi en við viljum hafa það.
Útlitið? Victoria Becham? Ég man nú ekki eftir neima einhverri horrenglu.
Víst er þetta meira og minna satt sem þú segir, en er það ekki það sem ég var að tala um hérna áðan. Við lesum þetta og bölsótumst síðan út í það, alveg rétt, en þetta er á svo lágu plani að kallast má lágmenning. Við skulum ekki rugla því saman við bækur, leiksýningar eða tónlist.
Ekkert af því kemst á framfæri nema eftir nokkurskonar ritskoðun, sem sagt útgefendur leikhúsráð eða t.d. plötuútgefendur. En þessi leiðindasíbylja af einskisverðum fréttum af fólki sem við höfum engan áhuga á er bara hreint annað mál og má svo sem mín vegna vera lesið, ef einhver hefur áhuga á.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.