InDefence styður ekki Icesave

Þeir félagar í InDefence styðja ekki Icesafe samningin, áður hafa þær raddir heyrst að þeir styðji hann en nú er það staðfest að svo er ekki, hér er fréttatilkynnig þeirra:

„Undanfarna daga og vikur hafa fjölmiðlar og stjórnmálamenn slegið því fram að InDefence hópurinn hafi jákvæða afstöðu gagnvart Icesave III samningunum. Það er rangt.

Þann 10. janúar skilaði InDefence hópurinn umsögn um núverandi Icesave samninga til fjárlaganefndar Alþingis. Umsögnin var einnig afhent öllum þingmönnum.

Í umsögninni er ítarlega fjallað um þá miklu fjárhagslegu áhættu sem núverandi samningar fela í sér fyrir Íslendinga. Sú áhætta er staðfest í öðrum efnahagslegum umsögnum. Í umsögninni er lögð rík áhersla á að til að samningarnir geti talist ásættanlegir sé nauðsynlegt að draga úr þessari áhættu.

Þegar útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans hefjast verður að tryggja að Íslendingar njóti aukins forgangs. Með þeirri breytingu að jafnstöðusamningar (Pari Passu) milli aðila yrðu felldir úr gildi yrði áhættu núverandi og komandi kynslóða Íslendinga mætt að verulegu leyti.

Í umsögninni segir orðrétt: „Þetta á að vera krafa íslenskra stjórnvalda ef gera á samning án þess að skorið sé úr um lögmæti greiðsluskyldunnar.“ Í samræmi við þessa umsögn, ráðlagði InDefence fjárlaganefnd Alþingis að sameinast um eina breytingartillögu sem hefði minnkað fjárhagslega áhættu þjóðarinnar og skapað meiri frið um Icesave samkomulagið.

Afstaða InDefence hópsins hefur verið skýr og hin sama frá upphafi málsins:
Grundvallaratriði er að samningar um Icesave málið endurspegli þrjú meginatriði:

1. Að ekki sé lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga.
2. Að samningar feli í sér skipta ábyrgð allra samningsaðila.
3. Að samningar feli í sér skipta áhættu allra samningsaðila.

Að mati InDefence hópsins endurspegla núverandi samningar ekki þessa þætti með fullnægjandi hætti.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þessi hópur,  með erlenda nafninu, hinn eini rétti "sannleikur",  um Íslenska hagsmuni ?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.2.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef ég vissi svarið á því fyrir víst, væri ég sennilega forsætisráðherra í dag, en nei, ég veit það ekki, en hvað ef?

Guðmundur Júlíusson, 4.2.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En þú gerir samt þeirra orð að þínum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.2.2011 kl. 00:31

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Axel, Geri ég þeirra orð að mínum? Nei það er ekki rétt hjá þér, ég er aðeins að setja orð þeirra í hornklofa orðrétt frá frétt á MBL á mína síðu, en ég er engu að síður ekki frá því að þeir hafi eitthvað til síns máls!!!

Guðmundur Júlíusson, 5.2.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband