26.12.2010 | 00:50
Óþolandi níðings blogg um jólinn
Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en þegar að menn eru með níð um aðra hvort sem um þekkta einstaklinga er að ræða eða ekki, þó svo að þeir séu svokallaðir útrásarvíkingar eða bankamenn sem farið hafa yfir strikið.
Þeir eiga allir fjöldskyldur og hlakka eflaust til jólanna eins og okkur hinum og eiga allir börn sem að hlakka til jólanna alveg eins og okkar börnum, ekki skemma þessa hátið fyrir þeim! Þeir taka þetta til sín sem það eiga skilið!!
Athugasemdir
níðum þá til helvítis.. bölvaðar afæturnar.. jól eða ekki jól þá hafa þessir andskotans drullsperðlar skemmt jólin fyrir þúsundum manna..enga miskunn.
Óskar Þorkelsson, 26.12.2010 kl. 12:13
Óskar, ég vona að þú lendir aldrei í því að þurfa að hitta sjálfan þig fyrir á neikvæðan hátt. Þetta lið á ekkert gott skilið, en eigum við ekki samt að sleppa þessum leiðindaásökunum sem gera okkur sjálfum ekkert gott, og breyta engu, bara svona rétt yfir jólin.
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.12.2010 kl. 17:17
Guðmundur, ég biðst afsökunar að ryðjast inn á þína bloggsíðu með ósk um smá greiða. Svo er mál með vexti að ég kommenteraði á bloggsíðu hjá Ástþóri Magnússyni í gær með þeim afleiðingum að hann helgar mér heila bloggfærslu í dag. Þegar ég ætlaði að svara komst ég að því að hann var búinn að loka algerlega á mig til andsvara!
Ég sá að þú hafðir sent smá komment hjá honum svo mér datt í hug að nota tækifærið og spyrja þig hvort ég mætti birta það hérna, því ég er ekki með blggsíðu sjálfur.
Svavar Bjarnason, 26.12.2010 kl. 20:50
Bergljót ekki tala við mig eins og krakka .. ekki halda í eina sekúntu að þú sért eitthvað betri en aðrir.
Óskar Þorkelsson, 26.12.2010 kl. 21:02
Óskar, ef ég hef talað til þín eins og krakka er það af því þú hegðar þér eins og óuppalinn krakki. Það hvarflar aldrei að mér eina sekúndu að ég sé eitthvað betri en aðrir, síður en svo!
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.12.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.