Hollenskar konur: Vinna lítið, þéna lítið en aldrei þunglyndar og elska lífið

Þetta segir meira en margar ritgerðir! hvers vegna þurfa konur að vinna úti til þess að vera hamingjusamar? Er ekki gríðalega mikil vinna bara í því að vera móðir heima með börnin og ala þau upp? Þetta gæti verið lausnin við atvinnuleysi hér  á landi, enda eins og þessi könnun segir, þær Hollensku vilja hafa frjálsræði sem því fylgir að eyða ekki öllum tímum í vinnu og njóta samverustunda með fjölskyldu og vinum.

Íslenskum konum er hér með bent á þessa grein:

http://eyjan.is/2010/11/19/hollenskar-konur-vinna-litid-thena-litid-en-aldrei-thunglyndar-og-elska-lifid/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Guðmundur, mikið er ég sammála þessu hjá þér. Mér hefur lengi fundist allt of margar konur afneita þeirri æðstu tign sem til er.

Hún er að ganga með börn og fæða, umvefja þau með móðurástinni sem er göfugasta ást sem fyrirfinnst í mannlegu eðli, vera til staðar á heimilinu og fræða þau um góða siði. Það finnst ekki göfugra hlutverk á jarðríki. Einnig að umvefja karlræfilinn með blíðu og skilning þegar hann kemur heim, það er afskaplega göfugt starf og vel metið af karlmönnum flestum.

Sérhver einstaklingur finnur sérstaka tilfinningu í hjarta sér þegar hann hugsar um móður sína, það er enginn eins og mamma og enginn kemst á þann stað sem hún hefur í hjarta hvers manns.

Eigandi möguleika á þessu göfuga hlutverki og vilja í staðinn standa í basli og brauðstriti, ég hef aldrei getað skilið það.

En þar sem konan er gerð fyrir svona mikilvægt hlutverk, þá vitanlega stendur hún sig yfirleit með stakri prýði í hvers kyns hlutverkum sem hún kýs að gegna.

Það kemst bara ekkert nálægt því að vera góð eiginkona og móðir.

Jón Ríkharðsson, 20.11.2010 kl. 01:00

2 identicon

Jón, það er eitt að vera sátt vinnandi kona með lág laun og síðan hitt, að vera hamingjusöm heimavinnandi kona með vel sköpuð og vel uppalinn og ánægð börn sem fá þá athygli sem þau eiga að fá í sínu uppeldi, án stofnana og án foreldra allann daginn!!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband