Ég vil að ungu strákarnir þurfi að hafa fyrir hlutunum

Þetta segir Harry Redknapp stjóri Tottenham, og ég er hjartanlega sammála honum, hann segir:

"Ég hef áhyggjur af krökkunum. Lið eru að lenda í því að gera langa samninga við krakka af ótta við að missa þá. Þeir koma til félaganna 17 ára gamlir og allt í einu standa þeir uppi með 4 eða 5 ára samning,"

"Þá eru þeir komnir í þá stöðu að geta gert það sem þeir vilja þar sem þeir eiga nóg af peningum. Einhverjir munu leggja sig alla fram en meirihlutinn mun hafa það of þægilegt."

Hann segir einnig að ungir leikmenn eigi ekki að fá meira en eins árs samning til að tryggja það að þeir leggi sig hundrað prósent fram til að tryggja sér áframhaldandi samning.

"Það er eitthvað sem stjörnurnar í gamla daga þurftu að gera. Þeir þurftu að hafa fyrir hlutunum. Í dag fá krakkarnir langa samninga þar sem félögin óttast svo að missa þá frá sér."


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband