1.10.2010 | 19:48
Skora á þingmenn og efnaða að þeir gefi ákveðna upphæð til þeirra er minna mega sín
Nú þegar að öll spjót standa á þingmönum, að ekki sé talað um efnamikla umsvifamenn í þjóðfélaginu, yrði það ekki slæmur leikur hjá þessu fólki, í ljósi umræðu undanfarinna daga að þeir sýndu samhug og gæfu "tíund" (þetta mætti vera minna eða meira) til fólks er virkilega þarf á peningum að halda.
Ég segi fyrir mig, að ætti ég pening aflögu gæfi ég þá með glöðu geði, ekki síst ættu þingmenn sem virkilega taka ástandið í þjóðfélaginu alvarlega að sýna lit með þvi að gefa til minnimáttar!
Ég trúi ekki öðru en að þeir sýni nú lit með því að gera eitthvað í málinu, t.d, gæti hver þeirra sem aflögu er fær tekið að sér að styrkja ákveðin einstakling, þeir gætu haft samráð um það í samstarfi við félagsmálayfirvöld t.d. ?
En satt að segja á ég alls ekki von á því að þetta gerist, en kraftaverk gerast en, ekki satt ?
Athugasemdir
10 þúsund frá mér og nokkur egg líka.
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 20:09
Björn minn, einhvern veginn grunaði mig að þú yrðir fyrstur til að svara þessu kalli enda maður littla mannsins, tíu þúsund kall er hér með skráður á þig en eggin verða að fara sérstaka leið sem ég á eftir að útfæra, þú ert vonandi maður til að sjá á eftir þessum eggjum?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.