Borað alla leið til námugangamanna í Chile

Nú hefur víst tekist að bora göng alla leið til þeirra þrjátíu og tveggja námumanna sem eru fastir í námu í Chile frá því í ágúst sl. Grafin hefur verið hola alla leið eða um 630 metra á dýpt, og um 30 cm breiða, sérfróðir menn segja að hún þurfi að vera minnst 70 cm breið til að mennirnir komist út.

Þetta  segja fréttir okkur, en hvernig skyldi þeim líða þarna niðri? Ég veit að ég væri sennilega orðinn brjálaður fyrir löngu! Hugsið ykkur, að  húka í ca 70 fm plássi með kalda klettaveggi umlykkta á alla kannta, ekkert sem minnir á veru í íbúðarhúsi eins og þeirra sjálfra, engar myndir á veggum, engin ískápur til að fá sér bita, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, ekkert í raun, jafnvel algert myrkur þó ég viti það í raun ekki,  aðeins félagar þínir sem allir verða að láta tíman líða klukkustund fyrir klukkustund, dag fyrir dag, viku fyrir viku og svo fr. og það eina sem þeir geta gert er að hugsa um sína nánustu og hvað verði um þá eða sjálfan sig og hvort þeir komist í raun út úr þessu hrikalega fangelsi!!

Guð veri með þeim og vonandi nást þeir upp.

 


mbl.is Borað alla leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvar fara þeir eiginlega á klósettið?

Úff :S

Geiri (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bjórleysið mundi fara með mig...

Óskar Þorkelsson, 18.9.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband