6.8.2010 | 21:40
Enn kemur Jón Gnarr og gerir sig að fífli
Það er ekki nóg með að hann ráði vin sinn sem stjórnarformann Orkuveitunar með um tvær millur á mánuði til höfuðs Hjörleifi forstjóra, heldur gerir hann sig að enn meira fifli með að klæða sig í kvennmannsbúning til heiðurs gleðigöngufólks! Hvernig er hægt að taka svona borgastjóra alvarlega???
Uppátæki borgarstjórans vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alvarlega, segðu. Og er honum til dæmis treystandi rútandi um bæinn á glænýjum vetnisbíl..Ég bara spyr ..
hilmar jónsson, 6.8.2010 kl. 21:56
Guðmundur minn, hann sýndi kjark sem er meiri en minn og þinn og nokkurra annarra samanlagt. Kjarkur er allt sem þarf!
Björn Birgisson, 6.8.2010 kl. 21:59
Hilmar, finnst þér sem sagt merkilegra að hann keyri um á vetnisbíl en að hann ráði vin sem stjórnaformann á háum launum??
Björn, Kjark??? hann er leikari!!! halló, það þarf ekki mikinn kjark til þess eftir áralanga reynslu sem slíkur!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:05
http://gyazo.com/4fff6f675b4ff08585ee839827bf5f9d.png
Já æjæj, greyið við að fá svona landskynningu. Getur ekki verið gott fyrir efnahaginn.
Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:18
Af hverju finnst ykkur maðurinn gera sig að fífli með því að klæða sig uppá af góðu tilefni ? Hann var alveg í stíl við þá hátíð sem hann var að setja og mér þótti það mjög við hæfi.
núll (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:27
Einfalt má Guðmundur, þú þarft ekkert að taka hann alvarlega...engin sem neyðir þig til þess frekar en þú ert neyddur til að afneita kynhneigð þinni.
Njóttu frelsisins í þessu dásamlega landi.
Bestu kærleikshinseginkveðjur Gústi
Einhver Ágúst, 6.8.2010 kl. 23:06
Hmmm...
hilmar jónsson, 6.8.2010 kl. 23:42
Já Hilmar, Hmm !! Vindáttinn er skýr þarna.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 23:47
Þetta var flott hjá Jóni Gnarr. Mjög flott. Algjör óþarfi að vera með ólund þótt Borgarstjórinn sé líka skemmtilegur og fyndinn.
Bravó (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 05:24
Jón Gnarr er skemmtilegasti borgarstóri í heimi eins og allir vita sem vilja hafa það skemmtilegt!
Hann ætlar að setja upp fjölleikahús fyrir fýlupoka. Verið bara rólegir. Fyrst gefst fýlupokum kostur á að fara í skóla og læra munin á því sem er fyndið og hvað ekki fyndið. Sjálfan skólan verður að taka mjög alvarlega. Nemendur geta sér til hvíldar, hundleiðinleg kvöld af og til, svo þeir séu ánægðir.
Svo fyrir þá sem vilja hætta verða leiðinlegir. Verða normal eins og Jón Gnarr og megnið af þjóðinni. Allir verða að fá eitthvað við sitt hæfi. megnið af þjóðinni vill hafa það skemmtilegt. Enn þeir skemmtilegu verða að hugsa fyrir einhverju fyrir þessa leiðinlegu og neikvæðu.
Snjöllustu leikritaskáld og hugsuðir reyna að gera eitthvað svæði sem er bæði alvarleg og leiðinlegt í senn. Þar verður samkoma fyrir þá sem dýrka leiðindi og alvarleika. Leiðinlegar bíómyndir verða sýndar. Reynt verður að hafa allt eins ömurlegt og hugsast getur...seldar verða kók og pylsur. Engin pylsa verður í brauðinu og kókið gamalt. Allt til að gestir geti kvartað og barmað sé í sífellu.
Jón Gnarr heldur ræðu upp á Arnahól fyrir leiðindaskjóðurnar og notar til þess ónýtt hátalakerfi svo ekkert skilst af því sem hann segir. Leiðindapúkarnir geta þá farið og sagt í kvörtunardeildinni: "Mér er alvegt sama þó ég hafi ekki heyrt neitt! hann er svo leiðinlegur sjálfur!".... Það er einmitt þá sem leiðindapúkum líður best....
Óskar Arnórsson, 7.8.2010 kl. 21:58
Guð minn góður, það sem þið getið tekið upp í ykkur um þennann trúð!!! hann er leikari og ekkert annað, sjáið bara hvað er orðið um Arnold Schwartsenagger eða hvernig sem það nú er skrifað!! hann er að gera Californíu gjaldþrota!! og hve mikið er ekki gert grín að honum um allann heim, enda á stalli með mönnum eins og Ronald Reagan sem einnig var leikari!! þarf ég að segja meira?????
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:18
Hehehe....er hann ekkert annað? Hvað er að vera stjórnmálamaður samkvæmt þínu mati? Hvaða hæfniskröfur ertu með?
Knús frá Gústa :) Þú ert yndislegur
Einhver Ágúst, 7.8.2010 kl. 22:31
Stjórnmálaður á að vera samkvæmur sjálfum sér og vinna fyrst og fremst fyrir þá sem kusu hann, hann á ekki að ljúga eða fara utan um málefnin með týpískum pólítískum hætti, sem einkennir alla þá sem hætta sér út í stjórnmál, hann á ekki að ráða vini sína í æðri embætti á mílljóna launaum þó svo að þeir hafi stutt hann með ráðum og dáðum í kosningabaráttunni!!!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:37
Er voða ljótt að vera leikari..?
Óskar Arnórsson, 7.8.2010 kl. 22:42
Já, þegar að þeir fara að leika sér í pólítík, leik sem þeir vita ekki rassgat um!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:56
Ljúga? Já þú meinar að segjast vera kona þegar hann er kall í alvörunni?
Er ekki áratugalöng hefð fyrir að við stjórnmálamennirnir ráðum vini okkar í góð djobb? Lofuðum við því ekki í kosningabaráttunni?
Mér fannst námskeiðið sem ég var á í gær um fjáráætlunargerð Reykjavíkur ekki vera leikur en samt lúmskt skemmtilegt....
Kv Gústi
Einhver Ágúst, 7.8.2010 kl. 23:00
"Við" stjórnmálamenn segirðu?? hvað meinarðu með því? ertu pólítikus? ef svo er er ekki nema von að þú skulir andmæla mér!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:12
Miðað við þína eigin skilmála ("Þeim sem sjá sér ekki fært að skrifa af kurteisi sínar athugasemdir leiti annað, ella verður þeim úthýst frá þessu bloggi.") þarftu nú að úthýsa sjálfum þér frá þessu bloggi.
Æ æ.
Billi bilaði, 8.8.2010 kl. 01:39
Billi bilaði, hvað meinarðu? hvar hef ég verið með dónaskap og ókurte8si? held að þú sért eithvað að ruglast í rýminu!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 02:04
Tek heilshugar undir með því að þessi svokallaði borgarstjóri ´´narraði,, fólk til að kjósa sig,svo bilaður varð ég ekki að kjósa þennan trúð sem er fjarstýrður af Landráðaflokknum Samfylkingunni.
Númi (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 17:53
Takk fyrir þetta Númi, já hann er leikaratrúður ekkert annað!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 18:24
Jón Gnarr er eini stjórnmálamaðurinn sem EKKI er leikari. Það er einn og einn sem kemst nálægt því að vera EKKI trúður, enn þeir eru fáir. Það er alveg furðulegt að enn skuli vera fólk sem vill gamla glæpalýðin til baka við stjórnvölun. Þeir sem vilja það minna helst á kellingar sem eru barðar og venjast því. Þær sækja endalaust í fólk sem lemur það. Þannig er með pólitíkina líka. Sumu fólki líður illa ef það er ekki með pólitikusa sem kúga þá og plata, og þeir verða óöruggir.
Jón Gnarr aðhyllist engan sérstakan pólitískan flokk annan enn sinn eigin. Hann hefur smekk fyrir manneskjum og ekki flokksbundnu fólki. Flestir skilja varla hvað það þýðir einu sinni...Jón Gnarr verður líklegast næsti forsætisráðherra svo væluskjóðurnar geta strax farið að venja sig við tilhugsuninna...
Óskar Arnórsson, 8.8.2010 kl. 19:57
Ég hef nú aldrei reynt að dylja það að ég er meðlimur Besta flokksins, og þú ert alveg viss um að það sé ekki dónaskapur og ókurteist að veitast að fólki með ásökunum um lygar, samlíkingum við Arnold, segja það ekki vita rassgat og svo að fara með hreinlega rangt mál sjálfur í ofanálag?
Ég náði svo ekki alveg kaldhæðninni með vindáttina, þú verður að fræða mig....
En sjáðu til þetta verður rosa fínt og alveg óþarfa áhyggjur hjá þér endalaust....þú getur vonandi glaðst með okkur þegar fram líða stundir og borgin okkar og land blómstra sem aldrei fyrr..
Kv Gústi
Einhver Ágúst, 9.8.2010 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.