Sumir vita ekki hvað er að vera í liði!

Það sló mig verulega að lesa grein á blogginu í kvöld frá manni sem taldi að  umfjöllun á fótbolta á Rúv væri ekki góð, hér eru úrdrættir úr grein hans:

"Umfjöllun RÚV um Úrvalsdeildina í knattspyrnu er oft á tíðum afar vafasöm. Þeir sem kynnst hafa slíkri umfjöllun um knattspyrnu í Evrópu geta ekki verið sáttir."

"Þar eru sérfræðingar kallaðir til, en hér er sjálfsagt verið að spara og þá eru teknir leikmenn sem virðast sjálfir mög ánægðir með umfjöllun sína."

Eru þeir Hjörtur, Hjörvar og Andri þessir menn sem ekki eru þess verðir að fjalla um fótbolta? Ég bæti við að umfjöllun Þorsteins J, með þá sömu menn, Hjörvar, Hjört og Pétri Marteins, eru að mínu mati það besta í íþróttaefni sem völ er á, og efa ég að aðrar þjóðir á Norðurlöndum státi af þessu flotta efni!!"!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband