3.7.2010 | 23:04
Sorglegt slys í Kongó
Þetta slys er hrikalegt en hefði senilega ekki átt sér stað í Evrópu, olíubíllinn veltur í þorpinu og bensín byrjar að vella út úr bílnum, í stað þess að flýja fer fólk að þyrpast að bílnum til að ná í bensín sem er að leka úr farartækinu, og þá springur allt í loft upp.
Þarna er náttúrlega aðeins hægt að kenna um fátækt og skorti á fræðslu, þar sem ég geng út frá því að ekki sé um háskólagengið fólki að ræða.
Skelfing í smáþorpi í Kongó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli sá sem skrifaði fréttina sé háskólagengin? En bíllinn er ósprunginn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.7.2010 kl. 00:34
Það var einmitt að bögga mig líka, maður hefði ætlað að bíllinn væri í tætlum?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 00:41
Mikið ábyrgðarleysi í þessu að finna gagnvart viðbrögðum almennings og er engum öðrum en yfirvöldum þar um að kenna segi ég ef yfirvöld eru ! Er ekki einræði þarna... Stefnumörkin greinilega önnur en fólkið humm. En þetta er alveg hræðilegt slys og á fólkið alla mína samúð í sorg sinni.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.7.2010 kl. 00:44
Það hefur örugglega orðið mjög hraður bruni sem má jafna við sprengingu. En bíllinn ,sprakk ekki í loft upp´.
Aðalatriðið er manntjónið náttla.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.7.2010 kl. 00:47
Ég hélt einmitt að það hefði komið svo skýrt fram að olían hefði lekið úr honum og í
nærliggandi íbúabyggð þar sem fólk var heima hjá sér í mestu makindum þegar eldur komst
að. Skrítið hjá blogghöfundi að þurfa að hlaupa á sig og kenna fáfræðslu og að fólk sé
ekki háskólamenntað um.
Kannski ættirðu bara að vera feginn, samkvæmt þinni kenningu var bara heimskt fólk
sem drapst þarna, ef til vill átti það það skilið?....
Guðmundur H. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 00:50
Þú ættir þá nafni aðeins að kynna þér betur málavexti áður en þú ræðst á síðuhöfund með tilhæfulausum aðdróttunum!
Það segir skýrt hér:
Slysið átti sér stað seint í gærkvöld en þorpið er skammt frá landamærum Búrúndí. Olíubíllinn var að koma frá Tansaníu þegar hann valt og bensínið fór að leka úr tanknum. Í stað þess að flýja kom fólk og náði sér í eldsneyti segir Tondo Sahizira, 28 ára, íbúi í þorpinu við AFP fréttastofuna. „Nokkrum mínútum síðar varð sprenging, logarnir fóru um allt mjög hratt."
Ég hef ekkert annað sagt en stendur í þessari frétt, ekki heldur hef ég kennt fáfræði eða háskólamentun um slysið, heldur sagði að ef svona slys gerðist á Íslandi myndi almenningur forða sér hið snarasta á brott, við vitum að það ríkir fátækt þarna og menntun er ekki mikil, en það kemur málinu bara alls ekkert við.
Guðmundur Júlíussong (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 01:33
Þetta hefur verið skelfilegur dauðdagi fyrir vesalings fólkið. Þarna hefur brotist út eldstormur, enda súrefnisblandaðar bensín- eða olíugufurnar komnar um allt. Svona tankur gæti sprungið, en ekki líkt og um sprengiefni sé að ræða, því súrefnið inni í honum klárast um leið. Í staðinn springur það sem nemur sama magni af súrefni í tanknum, sem gæti rifnað við þrýstinginn og hleypt þannig meira súrefni að. Það er auðvitað mikil fáfræði sem veldur því að fólkið hópist svona að jafn hættulegu flaki, en neyð þessa fólks í jafn stríðshrjáðu landi fær það til að taka ýmsar áhættur til að verða sér úti um eldsneyti, sem skipta má út fyrir t.d. mat.
En hvað hefur kennt okkur að varast bensín? Ég man ekki til þess að það hafi verið kennt í skólum. Ég myndi segja tvennt: Uppeldi og Hollywood. Kannski einstaka eldvarnarmyndband líka.
Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.