Sjálfstæðismenn sektaðir

Löggann setti rauða spjaldið á liðið, er ekki hægt að líta fram hjá þessu þegar að ákveðnir atburðir eru í borginnni ??


mbl.is Sjálfstæðismenn sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna á að lita framhja afbrotum einn daginn en ekki annan? Hvers vegna á að ala það upp i landsmönnum að það sé jafnvel alveg i lagi að brjota lög, umferðarlög sem önnur?

Mér finnst mjög gott að Lögreglan hafi tíma til þess að sinna slíku verkefni því það sýnir að smáu atriðin skipta líka máli. Að horfa á þetta með blinda auganu segir fólki að það sé í lagi að brjóta umferðarlögin eins og að aka gegn gulu (rauðu) ljósi, nota ekki stefnuljós, aka of hratt, röng ljósanotkun ofl. ofl.

Nonni (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:06

2 identicon

Ekki sammála þér þarna kæru Nonni, að leggja bifreið utan venjulegs bifreiðastæðis eins og gert er þegar að landsleikir eða núna, landsfundur stjórnmálaflokks, er ekki það sama og önnur almenn umferðalagabrot eins og að aka of hratt eða að aka gegn rauðu ljósi!! það er út í hött að líkja því saman!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:13

3 identicon

Þér finnst það kannski út í hött af því þú vilt geta brotið lögin þegar þér hentar. Nákvæmlega eins og gerðist í bönkunum. Þú virðist ekki þekkja aga og hvað það er að framfylgja settum reglum. Þú vilt greinilega ala það upp í landsmönnum að þegar hentar sé jafnvel alveg i lagi að brjóta lög, umferðarlög sem önnur.

Það er nóg af stæðum í næsta nágrenni og ég vorkenni hvorki sjálfstæðismönnum né áhorfendum íþróttakappleikja að ganga nokkur aukaskref. Þetta er einfaldlega leti og óvirðing við lögin og sem betur fer þá tekur Lögreglan á því.

Nonni (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:34

4 identicon

Það er lágmark að fólk virði umferðarreglur sama hverjar þær eru. Íslendingar virðast einfaldlega vera húðlatir þegar kemur að því að leggja bílum og nenna ekki að labba örfáa metra í viðbót. Af hverju í ósköpunum ætti eitthvað að slaka á þeim reglum þegar einhverjir viðburðir eru í höllinni? Til hvers þá að hafa bílastæðin þar yfirhöfuð, til að hafa þau tóm þegar engir viðburðir eru?

Ef fólk nennir ekki að labba og vill frekar leggja ólöglega, þá skal það bara borga fyrir það :)

Stebbi (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:37

5 identicon

Sammmála síðustu ræðumönnum , hver á að meta hvenær og hvort á að sekta, eitt skal yfir alla ganga, sjalla sem aðra.

Jón.Á Benediktsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:44

6 Smámynd: Sigurjón

Gott hjá lögreglunni að sekta letingjana...

Sigurjón, 26.6.2010 kl. 01:46

7 identicon

Já, það er gott að vita til þess að meirihluti bloggara séu svona svakalega heiðarlegir gagnvart því að leggja löglega, en fylgjið þið í raun alltaf þeirri meginreglu daglega að leggja heiðarlega og löglega ???

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 01:55

8 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Það er allt of lítið sem að fólk er sektað fyrir að leggja ólöglega. Síðan er verið að kvarta undan peningaleysi. Bara að senda lögguna út og sekta.

Ólafur Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 01:56

9 Smámynd: Sigurjón

Guðmundur, já ég legg ávallt löglega og heiðarlega.  Hvað hefur þú meira að segja?

Sigurjón, 26.6.2010 kl. 03:47

10 identicon

Guðmundur; annað hvort kann fólk að leggja bifreið og fylgir alltaf reglum þar um eða að það gerir það ekki. Ég held að það sé enginn millivegur þar á.

Annars væri gaman að þú útskýrðir þessa fullyrðingu þína:

„að leggja bifreið utan venjulegs bifreiðastæðis ... er ekki það sama og önnur almenn umferðalagabrot eins og að aka of hratt eða að aka gegn rauðu ljósi!!“

Í hverju liggur munurinn???

Nonni (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:06

11 identicon

Nonni, Hann liggur í því að það er hættulaust að leggja á auðum grasblett við íþróttaleikvang utan almenns aksturvegar, en hraðakstur getur leitt til dauða!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 17:25

12 identicon

og að leggja á grasinu getur valdið skemmdum á því og bifreiðin getur skert útsýni aðvífandi ökumanna svo þeir sjá ekki gangandi vegfaranda og aka yfir hann...

Nei, enginn munur...

Nonni (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband