Listi "Besta" flokksins

Hlægilegur er þessi annars ágæti listi þeirra spéfugla í að mínu viti "Versta flokks sögunar! " fyrir utan höfuðfíflarann sjálfs, Jóns Gnarrs eru á honum menn eins og Einar Örn Ben, pönkarinn fyrrverandi, Óttar Proppé spéari og "euróvísíonstjarna með meiru" ásamt fleirum "góðum" aðilum sem helst eiga það sameiginlegt  að vita sjálfsagt ekkert um innri kerfi stjórnmála, eða hvað þá heldur þau ytri!!

 


mbl.is Besti flokkurinn kynnir lista sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og er það ekki einmitt málið? Að vita ekkert um innri eða ytri kerfi stjórnmála? Tel það hiklaust sem kost.

Nonni (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:13

2 identicon

Hvernig á góður stjórnmálamaður að "stjórna" ef hann veit ekki mun á sporði og haus???

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:22

3 identicon

Varðandi ´Profile description´ hjá þér. Ekki nenniru að skrifa góðan og íslenskan og gildan(Reglur um an endingar).

hmm (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:36

4 identicon

Hmm, hvað meinarðu?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:50

5 identicon

Ég get ekki séð að það sé eitthvað heimskara og óhæfara fólk í þessum flokk heldur en hinum..

Svo er það greinilega komið í ljós að allavega Samfylkingin og Sjálfstæðismenn eru logandihræddir um að Bestiflokkurinn komist til valda og hafa komið með tillögur að þjóðstjórn í rvk

ÉG (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 21:14

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er einmitt málið, menn eru logandi hræddir um að þeir geti komist  til valda, segjum sem svo að það gerist, þeir  verði í kjörstöðu, hvaða málefnalegu hlutir verða lagðir til grundvalla hjá þeim og hvaða úrkosti hafa þeir að bjóða, vitandi að þeir eru jú aðeins að  grínast? Er það ekki  undirstaða kosningaloforða flokksins?? Eintómt grín?

Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Var það ekki fólkið með málefnin á hreinu sem setti þjóðina á hausinn? Voru það ekki alvörugefnir póitíkusar í borgarstjórn sem voru svo miklir snillingar í fjármálum að nú er Orkuveitan við mörk gjaldþrots?

Eru það ekki alvörugefnir, ábyrgðarfullir og reyndir pólitíkusar sem lofa fyrir allar kosningar að eyða biðlistum? Af hverju er ekki búið að þessu?

Af hverju vantar ennþá íbúðir fyrir eldri borgara og leiguíbúðir; verkefni sem hafa vegið mikið í loforðakássu atvinnupólitíkusanna?

Ég hef fulla trú á því fólki sem skipar lista Besta flokksins. Ég held að þetta sé fluggáfað fólk sem muni reynast vel við að breyta Reykjavík í samastað handa fólki.

Árni Gunnarsson, 7.5.2010 kl. 21:38

8 identicon

Ég legg málið í dóm, við sjáum hvað gerðist í Bretlandi í dag, Nick Clegg og frjálslyndir fengu fljúgandi kosningu og um 25% fylgi og hvað varð úr?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 22:13

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Já skrítið með Clegg, fékk 25% og 1/10 þingmanna? Skrítið...kannski verið eitthvað slappur í Kraganum og flakkararnir ekki að detta inn.

Einhver Ágúst, 8.5.2010 kl. 01:04

10 Smámynd: Einhver Ágúst

"En" "þakka" "þér" "fyrir" "að" "kalla" "okkur" "hlægileg", "það" "er" "sterkur" "punktur".

Einhver Ágúst, 8.5.2010 kl. 01:06

11 identicon

Hlægilegt er í raun ekki rétta orðið, heldur "aumkunarvert" ! já, ég held að það sé réttnefni.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 01:14

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Ekki málið Guðmundur, þakka stuðninginn. Góða nótt og hafðu það sem allra best. 

Einhver Ágúst, 8.5.2010 kl. 01:20

13 identicon

Skemmtilegt sjónarmið að hafna nýjum flokki einfaldlega á þeim forsemdum að hann sé nýr. Þessi "Þetta fólk hefur aldrei komið nálægt stjórnmálum áður, þar af leiðandi á það aldrei að fá að koma nálægt stjórnmálum"-afstaða er frábær afstaða.

Höjkur Ísbjörn (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 13:17

14 identicon

Þú segir að Besti flokkurinn saman standi af „aðilum sem helst eiga það sameiginlegt að vita sjálfsagt ekkert um innri kerfi stjórnmála, eða hvað þá heldur þau ytri!!“. Þér finnst semsagt að stjórnmál séu eingöngu fyrir útvalda? Á fólk ekki að geta gengið inn í stjórnmál eins og það vill ef það hefur ekki vasast í þeim í lengri tíma áður?

Sigurður Karlsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband