Næsti forseti Bandaríkanna hugsanlega hershöfðingi

Nú,,,, eru menn strax farnir að spá í næstu vonarstjörnu  Bandaríkjanna, þ.e. forsetann sjálfann og er sá nýji Barack Obama,  varla þornaður í embætti enn, en svona eru kaupin á eyrinni, sá eyrnamerkti heitir Davið Petraeus og er hershöfðingi.

Tilvitnun í  Vísi.is " David varð heimsfrægur á svipstundu árið 2007 þegar Georg W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, sendi hann til Írak til þess að koma í veg fyrir borgarastyrjöld. David þykir hafa sýnt góðan árangur í Írak og meðal aðdáanda hans er sjálfur forseti Bandaríkjanna og hugsanlegur keppinautur í framtíðinni, Barack Obama."

Og

Þá nefna margir Söruh Palin sem sló heldur betur í gegn í síðustu kosningum sem varaforsetaefni. Hún er reyndar sökuð um að hafa kostað flokkinn sigurinn. Því telja flestir að hún sé of umdeild þrátt fyrir að ný hreyfing innan flokksins sem kallast, Tea party, líki vel við hana.

Sjálfur hefur David Petraeus lýst sér sjálfum sem Rockafeller-repúblikana. Það er að segja, stjórnmálamaður sem er ekki algjörlega andsnúinn þeim kapítalisma sem hefur viðgengist í Bandaríkjunum undanfarin ár. Það aftur á móti gæti styggt Tea-party hreyfinguna sem hefur meðal annars gagnrýnt bónuskerfi og ríkisafskiptum af stórfyrirtækjum harkalega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband