12.3.2010 | 22:29
Ekki allir hafa efni á að ferma börnin sín
Skv Ólafi Jóhannesyni formanni prestafélagsins eru ekki allir sem hafa efni né getu til að ferma sín börn, þetta var þekkt á góðæristímunum en mun meira í dag.
Það eitt að standa skil til prests með greiðslur við kirkjulega athöfn, látum vera að sleppa veislu, er nógu mikið fyrir fátækt fólk, en þegar að maður heyrir um að prestar þrýsti á að greiðslur verði inntar af hendi, tilvitnun:
"Ólafur segir að flestir prestar sýni því skilning ef foreldrar geti ekki borgað. Hins vegar hafa heyrst dæmi um það að prestar gangi svo hart í innheimtu að þeir sendi fermingarbörnunum sms skilaboð og beðið þau um að minna foreldra sína um að standa skil á greiðslunum"
Hvers konar guðrækni eru þessir ákveðnu prestar að fylgja? Hvar er kærleikur krists sem fól öllum mönum að gera rétt og mismuna engum? Peningar eiga alls ekki að koma í veg fyrir að börn okkar geti komist í fullorðinna manna tölu með kristilegri athöfn með sínum skólafélögum hvaðan úr þjóðfélagstigum þau koma, eða hvað segið þið þarna úti ? Er gersamlega allt orðið gegnumsýrt af peningagræðgi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Athugasemdir
Ég er svo einfaldur trúmaður sjálfur að ég hef aldrei séð presta sem meiri fulltrúa guðdóms frekar en litli ég sjálfur eða barnið sem aldrei verður borið til skírnar. Get tekið undir hneykslun þess sem leiðast rukkarar. Löngu hættur að undrast það að hræsni er allsstaðar og prestar komast aldrei undan henni. Þá væri eitthvað að einsog ritskoðun í gangi. ( þú mættir stækka letrið)
Gísli Ingvarsson, 12.3.2010 kl. 23:00
Takk fyrir innleggið Gísli, hræsnin er greinilega fylgifiskur velmegunnar og mikið vill meira, en samt!! manni blöskrar að heyra að prestur sem kannski er að ferma 30 börn á sunnudegi og einn eða tveir foreldrar geta ekki borgað á réttum tíma, og prestur geti ekki litið fram hjá því ? Því, „Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki"
Guðmundur Júlíusson, 12.3.2010 kl. 23:21
Ekki lízt mér á blikuna, Guðmundur! Þakka þér að skrifa um þetta.
Fréttirðu af prestinum sem fannst ekki nóg launin hérna og fór til Noregs þar sem þau voru enn meiri og mun minna að gera?!
Svo kemurðu mér á óvart, blessaður, með því að setja okkur Júlla hér í uppáhaldssæti. Hvað get ég sagt? Ég þakka fyrir mig!
Jón Valur Jensson, 13.3.2010 kl. 04:15
takk sömuleiðis fyrir að kíkja á mína ræfilslegu síðu, já ég hef heyrt um prestinn, ég skil að verkamaður eða einhverjir aðrir tækju slíkar ákvarðanir en prestar hljóta að sinna þeirri köllun sinni að þjóna sem flestum og ættu að fagna því að hafa mikið að gera, þar sýndu þeir sinn innri mann, ég set þig sem uppáhaldsbloggara þar sem nógu margir eru að skrifa venjuleg blogg og þú ert góður penni með góð markmið, Júlla set ég þar sem hann er minn besti vinur.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.