Hvasar spurningar hollenskra þingmanna

Þeir InDefence menn fóru á fund fjögurra þingmanna í fjárlaganefnd hollenska þingsins á þriðjudag, og voru að eigin sögn ekki teknir neinum vetlingatökum, halda mætti að hollensku þingmennirnir hafi haldið að þeir væru að tala við menn í pólítískum nefndum með áhrif á íslenska þinginu, slík er lýsing þessara þriggja InDefence manna.

En virða ber þessa viðleitni þeirra og að sama skapi skömm til handa stjórnvöldum sem eiga að vera fyrir löngu að vera búinn að senda fjölda manna til sömu erinda og þessara, þetta sýnir spéhræðslu ríkisstjórnarinnar gagnvart hinum erlendu viðsemjendum okkar og algerri vanhæfni þeirra til að  stíga upp og taka frumkvæði í samningaumleitunum um þessi mál.

Ég held að aldrei muni verða til heildstæð og ásættanleg niðurstaða fyrr en við látum pólítíkusa til hliðar í þessu máli og skipum óháða borgaranefnd (þjóðarsáttarnefnd) til að ráða þessu til lykta.


mbl.is Spurðu hvassra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Dómstóll var skipaður af herra Ólafi Ragnari Grímssyni og við höfum talað með nær 100% samhljóm þurfum við eitthvað meira? Eftirleikurinn er í höndum stjórnvalda en því miður hafa þau ekki staðið sig og munu ekki gera það.

Sigurður Haraldsson, 13.3.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband