Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.5.2009 | 19:51
Djörf vaxtalækkun? látið ykkur dreyma!
Ráðamenn þjóðarinnar telja að svigrúm sé fyrir "djarfri" vaxtalækkun og vona að ákvörðun Seðlabankanns verði á þeim nótunum nú á fimmtudaginn. En annsi er ég hræddur um að Seðlabankinn muni ekki þora að fara þá leið vegna þrýstings frá Alþóða gjaldeyrissjóðnum! sem virðist halda landinu í "gíslingu" og engin þorir að andmæla. Jóhanna Sigurðardóttir segist vona til að slíkt verði gert og vonast til að stýrivextir verði komnir í 2-3% í lok árs. Steingrímu J tekur svipaðan pól í hæðina og bætir við að hann vonist til að atvinnuleysi fari ekki yfir 10% á þessu ári!!
Lifa þessir ráðamenn okkar í Undralandi? þeir eru engan veginn í kontakt við þjóðarsálina og virðast ekki gera sér grein fyrir að ekki er langt í að gríðarlegur fjöldi atvinnufyrirtækja eru á næstu vikum og mánuðum að fara yfir um!!
Það nýjasta er að ekki munu þeir koma sér saman um að sækja um aðild að EB, sem sýnir að þeirra samstarf byggist aðeins á því að halda völdum og tryggja ráðherrastóla sína! Vitna í í þessa frétt orðrétt:
" Ráðherrarnir viku sér undan að tjá sig um þá frétt Morgunblaðsins í morgun, að Alþingi verði falið að ná niðurstöðu um hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sögðust ráðherrarnir ætla að bíða með að tjá sig um málið þar til stjórnarmyndun sé lokið. Þeir ítrekuðu, að þeir væru væru mjög bjartsýnir um að henni ljúki um helgina."
Þetta segir nokkurn veginn allt sem segja þarf!
Svei attann!!
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 01:24
Reykjavík / Róm
Nú er ekki gott að tala um peninga, eða flotta bíla eða jafnvel flott penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna, hvort sem er í Reykjavík, Róm eða öðrum álíka flottum borgum.Það er heldur ekki gaman né flott að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar, Ísland, og raunar allar þjóðir heims, séu að fara á hausin og allt að fara til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi, og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar. Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða manna og kvenna væri meiri en áður? Nú er lag að breyta þessu, hvernig? jú, í vor á að kjósa á ný og það er aðeins í okkar valdi (kjósendanna) að breyta þessu.
Ég neita að trúa því, og, ég ætla ekki að trúa né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu föðurlandi, geti kollvarpað öllu atvinnulífi, öllum landbúnaði, öllum sjávarútvegi, sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, og skuldsettu íslensku þjóðina fyrir herlegheitunum ! Gleymum því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur) voru fengnar á 100% láni frá Landsbankanum, ( hvar var verið að skoða veð vegna þessa lána ? ) Ef þetta er ekki saknæmt, þá heiti ég Jón!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 00:16
Mótmæli verða að vera hnitmiðuð!
Já, það eru orð í tíma töluð hjá Bubba þegar hann mætti með heila grúbbu við Seðlabankann og sagði þingmönnum til syndanna og mættu fleiri mæla svo, en það eru fleiri fletir á þessum mótmælum, og nefni ég þá sem dæmi hið óbreytta starfsfólk sem vinnur t.d. í Seðlabankanum og hefur gert lengi, og er umbunað eins og okkur öllum, með árshátíð einu sinni á ári, sumir líta á árshátíðir eins og jól nr 2, ef ég má gerast svo djarfur að segja :), en hvað um það, nú mætti allt mótmælaliðið á þessa hátið starfsfólks ( því árshátíðir eru náttúrulega fyrst og fremst fyrir hin almenna launþega, en ekki stjórnendur, þó þeir sjái sér oft fært um að mæta í flugumynd ),en það var náttúrulega ekki mjög auðvelt fyrir fólkið að skemmta sér vegna allra mótmælanna þar, enda var henni slúttað snemma, sökum óhóflegra mótmæla á þeim tímapunkti, að mínu mati,( þetta fólk var kannski búið að hlakka til í marga mánuði að fara út og lifta sér upp, því ekki fara allir út um hverja helgi á djammið! :) ) Síðan hófust mótmæli fyrir utan Seðlabankann sjálfann, og var stundum á mörkunum að þessir sömu starfsmenn kæmust inn til vinnu fyrstu dagana, þetta sýnir, að stundum verða þeir sem síst eiga hlut að máli, verst fyrir barðinu á þessum annars góðu mótmælum. Allt hefur sinn stað og tíma :) .
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.2.2009 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)