Færsluflokkur: Evrópumál
5.5.2009 | 19:51
Djörf vaxtalækkun? látið ykkur dreyma!
Ráðamenn þjóðarinnar telja að svigrúm sé fyrir "djarfri" vaxtalækkun og vona að ákvörðun Seðlabankanns verði á þeim nótunum nú á fimmtudaginn. En annsi er ég hræddur um að Seðlabankinn muni ekki þora að fara þá leið vegna þrýstings frá Alþóða gjaldeyrissjóðnum! sem virðist halda landinu í "gíslingu" og engin þorir að andmæla. Jóhanna Sigurðardóttir segist vona til að slíkt verði gert og vonast til að stýrivextir verði komnir í 2-3% í lok árs. Steingrímu J tekur svipaðan pól í hæðina og bætir við að hann vonist til að atvinnuleysi fari ekki yfir 10% á þessu ári!!
Lifa þessir ráðamenn okkar í Undralandi? þeir eru engan veginn í kontakt við þjóðarsálina og virðast ekki gera sér grein fyrir að ekki er langt í að gríðarlegur fjöldi atvinnufyrirtækja eru á næstu vikum og mánuðum að fara yfir um!!
Það nýjasta er að ekki munu þeir koma sér saman um að sækja um aðild að EB, sem sýnir að þeirra samstarf byggist aðeins á því að halda völdum og tryggja ráðherrastóla sína! Vitna í í þessa frétt orðrétt:
" Ráðherrarnir viku sér undan að tjá sig um þá frétt Morgunblaðsins í morgun, að Alþingi verði falið að ná niðurstöðu um hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sögðust ráðherrarnir ætla að bíða með að tjá sig um málið þar til stjórnarmyndun sé lokið. Þeir ítrekuðu, að þeir væru væru mjög bjartsýnir um að henni ljúki um helgina."
Þetta segir nokkurn veginn allt sem segja þarf!
Svei attann!!
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 22:17
Davíð og framtíðin
Nú er Davíð Oddson seðlabankastjóri stiginn af stóli og aðrir menn teknir við stjórn þar á bæ. Settur hefur verið norskur maður í þetta embætti til bráðabrigða, eða þar til annar verður fenginn til starfanns eftir "réttum" leiðum. Ég þekki Davíð ekki neitt frekar enn svo margir landsmenn. Margir hafa verið ósparir á gagnrýni á hans störf í þessu embætti, sumir á móti hans störfum og aðrir með. En eitt veit ég og það er náttúrulega mín persónulega skoðun, að hann er ákaflega vinalegur maður með gífurlega mikinn persónuleika og útgeislun að því er mér hefur fundist í gegnum tíðina, hafandi fylgst með hans störfum , allt frá því er ég fyrst fylgdist með honum og hans félögum,
Hrafni Gunnlaugsyni og þórarni Edjárn í Matthildi sem alþjóð veit að er meistarastykki !.
Davíð er eins og alltir vita vesturbæingur með meiru, og hefur stundum verslað við mig í minni verslun. Hann kemur sérlega vel fyrir og er mjög alþýðlegur maður sem heilsar öllum með sömu virktum hvort sem um er að ræða háttsetta menn í elítunni eða hin óbreytta almúga.
Ekki er ljóst hvað hann tekur sér fyrir hendur nú að loknu bankastjórastarfinu, en ég á von á að hann leggi höfuðið í bleyti og velti hinum ýmsu möguleikum fyrir sér, hvort sem hann leggist í ritstörf eða hreinlega fari aftur í stjórnmálinn, sem ég persónulega vona að hann geri.Evrópumál | Breytt 28.2.2009 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2009 | 22:31
Hinir hugrökku
Það er náttúrulega i bakkafullann lækinn að ræða meira um mótmæli undanfarna daga sem og stjórnmálaástandið sem upp er komið í dag, en engu að síður langar mig til að nefna nokkur atriði sem að þessu snýr, en ég sný mér í hring og einblíni á aðra en sjálfa mótmælendurna, nefnilega þá sem standa frammi fyrir lýðnum sem langflestir láta friðsamlega, og þá hina sem ekki hafa hugmynd um hvað um er að vera og halda að búið sé að bjóða í útipatý á Austurvelli núna um hávetur og leyfilegt sé að búa til varðeld úr jólatréi allra landsmanna, sjálfu Oslóartrénu okkar fagra.
Ég eins og svo margir aðrir hef ekki komist hjá því að taka eftir framgöngu lögreglumanna okkar í Reykjavík undanfarna daga og þeirra þátttöku í þessum róstursömu óeirðum á Austurvelli og víðar. Standandi frammi fyrir hálfbrjáluðu fólki, sem kemur aðeins til að eyðileggja fyrir hinum heilbrigða mótmælenda sem ekkert til saka hefur unnið nema að mótmæla því hruni sem orðið hefur á okkar velferðarþjóðfélagi og þeim ólifnaði sem lítill hópur manna hefur á fáum árum stundað, og fært okkur aftur um 30 ár eða svo!
En snúum okkur aftur að löggæslumönnum okkar, sem ég gef 10 í einkunn fyrir hugrekki og rósemi í starfi sem hvorki er auðvelt né þægilegt og varla eftirsóknarvert, sökum mikils álags g lélegra launa. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson hefur staðið sig með miklum sóma að mínu mati, bæði hvað varðar stjórn samhæfingar allra aðgerða, sem ég þykist viss um að hann hafi skiplagt, með aðstoð sinna vaktstjóra og annarra yfirmanna lögreglunnar í Reykjavík.
Minn hattur fer hátt á loft fyrir þessum mönnum sem vinna þessa vanþakklátu vinnu og fá ekkert nema skítkast fyrir (í orðsins fyllstu merkingu !) Mér hlýtur að finnast ég mun öruggari í okkar samfélagi fyrir tilverknað þessara manna, og er viss um að framtíðinn verður okkur farsæl og friðsöm, og með vorinu grænkar allur gróður, og ég er viss um að það verður fleira en "gróðurinn" sem verður vorinu að bráð. :)
Áfram Ísland !
Evrópumál | Breytt 31.1.2009 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)