Færsluflokkur: Bloggar

Er danska lagið stolið frá A-Ö ??

Mér hefur þótt danska lagið það sigurstranglegasta hingað til en þá fann ég á netinu lag sem ég held að sé ættað frá Kína, og hefur óþægilega mikla  líkingu við þetta danska lag.

Ég vona innilega fyrir hönd danskra frænda okkar að þetta sé ekki stolið, og að hrein tilviljun liggji hér að baki!!!

sjá link hér:

http://www.youtube.com/watch?v=i5pf8tT-Ics

 

 danish


Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt

Er þetta ekki lýsandi svar hjá stjórnmálamanni þegar að hann er spurður um eitthvað?

"þetta er mjög dapurlegt mál"

Af hverju gerði þessi sami maður ekki eitthvað í þessu "dapurlega" máli fyrir löngu síðan???????

Það er eitt að koma í viðtal og setja upp  pólítíkusarfeisið, og að þurfa að hafa á samviskunni svona mál, eins gott fyrir ráðherrann að ekki varð dauðsfall!!!!! 


Hátt eldsneytisverð lamar efnahag þjóðarinnar!

Hátt eldsneytisverð dregur úr kaupmætti þóðarinnar, segi forseti bandaríkjanna,

"Við höfum náð þessum árangri á þeim tímum þegar efnahagur okkar hefur búið við mótbyr - og ég þarf ekki að segja ykkur neitt um það. Eldsneytisverði er svo hátt að það nagar í launin ykkar. Og það er mótbyr sem við verðum að snúast gegn,“ sagði forsetinn"

Hvernig væri nú að stjórnvöld á Íslndi færu nú og gerðu það rétta og lækkuðu eldsneytisverð sem um munaði!!!! 

    


Það má ekki kalla Peppa Pepsi kallinn!

Ölgerðin vill ekki að lukkudýr Pepsí deildarinnar skuli kallað Peppa pepsí karl!

„Til að gæta jafnréttis í umfjöllun á lukkudýrinu, þá heitir lukkudýr Pepsi-deildarinnar „Pepsi-dósin“ og gælunafnið er „Peppi“.

Halló! eru menn  ekki að fara aðeins fram úr sér?? 

peppi


Obama hitti mennina sem drápu Bin Laden

Hjartnæm frétt þar sem bandaríkaforseti, með þennan forsetalega geislabaug um andlit sitt, er að tjá sig um hetjurnar sem felldu Bin Laden sjálfan! og að þeir munu sennilega aldrei geta tjáð sig um þetta atvik sökum leyndar!:

Obama

 

http://visir.is/obama-hitti-mennina-sem-drapu-bin-laden/article/2011110509305 


Hælisleitendur og íslenskukunnátta þeirra

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í dag reyndi  hælisleitandi frá Íran að bera eld að sér í þeim tlgangi að brenna sig til dauða!, hann ku hafa verið að biðja um íslenskan ríkisborgarrétt í um sjö ár án þess að íslensk yfivöld sæju ástæðu til þess að skoða mál þessa ákveðna  einstaklinks!.

Ég gagnrýni íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í þessu sem og mörgum svipuðum málum og  tel að þeirra sé sökin í þessu einstaka máli! 

Ég sá viðtal við mann í tengslum við þessa frétt á Rúv og var sá frá, að ég held frá Íran, mér kann að skjátlast um það, en það skiptir ekki máli, útgangspunkturinn er sá að þetta ágæta fólk sem kemur hingað í von um að gerast íslendingar reyna ekki að mér virðist að læra tungumál það sem hér er talað, það er sama við  hvern talað er, allir  tala ensku!!.

Þið teljið mig kannski rasista en það er af og frá, ég skil ekki hvers vegna fólk sem hingað kemur frá framandi löndum og vill verja ævinni hér  með sinni fjöldskyldu og vinum, skuli ekki leggja það á sig að læra tungumál það sem talað er hér á landi!!.

Í raun finnst mér það móðgandi og óvirðing við okkur íslendinga og fána okkar lands að  innflytjendum sé ekki gert skylt að læra  okkar tungumál  til þess að þeir geti gerst hluti af okkar þjóð eins og þeir biðja okkur um! Þar sem ég þekki til íslendinga erlendis, læra þeir alltaf tungumál þess lands er þeir heimsækja og dvelja í , það er okkur einfaldlega eðlilegt, við reynum að aðlagast þeirra venjum og siðum, okkur finnst  það einfaldlega sjálfsagt!!

Islenski fáninn

 


Sonur Gaddafis fallinn og börn

Hrikalegt er eina  orðið sem ég á!!
mbl.is Sonur Gaddafis féll í loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðibátur sakaður um ólöglegar veiðar

"Hvalreki" á fjörur hvalaskoðunarmanna, en  stormur í vatnsglasi að mínu mati, algert bull og tímaeyðsla hjá Lanhelgisgæslunni þarna! Þarna er um að ræða nokkra metra í mesta lagi!

http://visir.is/veiddu-ekki-hval-innan-linunnar---gerdu-bara-ad-honum/article/2011110439952

 


Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu, Je dúdda mía, þeir "tveir plús,? leikarar" hljóta að fara á bæinn!!!,

Je dúdda mía, þeir "tveir leikarar" hljóta að fara á  bæinn!!!,

Nei í alvöru, það er forsíðufrétt að kannski munu tveir leikarar missa vinnu við leikúsið, en þegar að tugir eða jafnvel hundruðir missa vinnu í bönkum  eða byggingafyrirtækjum er varla minnst á það nema í meðfyrirsögnum neðanmáls ásamt íþróttafréttum.

 

 


mbl.is Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur eða gull, það er spurningin

Silfur eða gull, það er spurningin, skiptir það máli hvort höndin sem reif í vínarbrauðið hafi borið gullúr eða sifurúr!!!!!

http://visir.is/bjorgolfur-bar-silfurur---ekki-gull/article/2011110429069

bilde


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband