27.3.2010 | 01:55
Eru Bandaríkinn að gefa eftir í samskiptum við Ísrael?
Það má til sannsvegar segja að öll samskipti Bandaríkjanna og Ísraelsmanna séu á tímamótum. Þau náðu hámarki þegar að Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Jerusalem 9 mars síðastliðinn í þeim erindagjörðum að reyna að koma á friði á milli Ísraela og Palestiníu , og var varla farinn frá landinu þegar að tilkynnt var um áform nýrrar landnemabyggðar í austur Jerúsalem. Þarna var varaforseta Bandaríkjanna sýnd gríðarleg niðurlæging og hreinlega var hraunað yfir vesalings manninn þarna! Ekki það að ég sé aðdáandi Bidens, langt í frá, heldur er ég enn síður aðdáandi Ísraelsmanna eins og þeir hafa hagað sér!!!
27.3.2010 | 00:07
Vegið að starfsvettvangi súludansmeyja!
Þessi nýju lög þingsins um að banna "nektardans" eru eins fáráðnleg og hvert annað, síðan þessi stjórn tók við hefur það verið víðtekin venja að banna sem flesta hluti, sbr. nektarstaði og sólbaðsstofur, yfir 18 ára, og fleira og fl, það er engu líkara en að verið sé að flýja undan annarri ábyrgð.
Tvær íslenskar súludansmeyjar á Goldfinger óttast að ný lög sem banni nektardans vegi að atvinnuöryggi þeirra. Þær fóru að dansa eftir að hafa misst vinnuna og segjast afar ánægðar með starfið. Íslenskum súludansmeyjum mun hafa fjölgað mjög eftir bankahrun.
26.3.2010 | 23:40
Besti flokkurinn fær tvo, tveimum of mikið!
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fær þessi grínflokkkur tvo menn kjörna og það tveimum of mikið! Er alþýða Íslands svo sljó og þreytt að hún fari að kjósa háflvita í borgarstjórn? Hvað ef þeir ná inn þessum mönnum? Eigum við að horfa upp á grínfundi og djókumræður í húsinu við tjörnina??
26.3.2010 | 21:52
Enn ráðast Ísraelar inn á Gazasvæðið
Nú eftir að tveir hermenn féllu í átökum við Hamas menn, Þeir réðust með fremur lítinn liðsafla eða fimm brynvarða bíla og tvær jarðýtur! og yfir sveimuður þyrlur og ómönnuð flugför.
Þetta sýnir aðeins að Ísraelsmönnum er ekkert heilagt og víla ekki fyrir sér að fara þvert á vilja þjóða heims, og ekkert annað en alger viðsnúningur Bandaríkjamanna gagnvart þeim getur snúið þessari þróun og ofbeldi þeirra við!!!
![]() |
Ísraelsmenn ráðast inn á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2010 | 20:15
Móðir Jörð brást svo sannarlega við kalli Daða Halldórssonar
Skemmtileg grein frá Daða Halldórssyni í Danmörku þar sem hann ákallar Móður Jörð um að eitthvað gerist til að draga athygi heimsins frá kreppunni á Íslandi og sýni heimsbyggðinni að hér búi "eldfjalladætur" og "hverasynir"ekki bara "píur og puntudrengir" Við tölum enn víkingamál, syngjum þeirra söngva og borðum gamla góða matinn auk þess að vera frjálslegir í náttúrunni, gott væri að fá eins og eitt gos í Heklu eða þannig til að bægja umræðunni frá Icesafe!, og viti menn, gos varð það en bara í Eyjafjallajökli en ekki Heklu og hana nú
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/26/modir_jord_brast_vid_akallinu/
Eiður hefur engu gleymt frá því hann spilaði síðast á Englandi, hann hefur skorað bæði á móti Stoke og "Tottenham" greinilegt að blaðamaður þarf að ritskoða sjálfan sig þarna, því ekki skoraði Eiður sjálfsmark!!
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/03/26/hansen_eidur_hefur_engu_gleymt/
Fox fréttastöðin er fræg fyrir að búa til fréttir úr nánast engu og er gaman að horfa á þessa frétt þeirra um gosið í Eyjafjallajökli.
http://www.youtube.com/watch?v=Jh3D_oW6fWY&feature=player_embedded#
21.3.2010 | 02:30
Gosið er að færast í aukana
21.3.2010 | 02:05
Fagurt er í Fljótshlíð og laugin góð undir Eyjafjöllum !
21.3.2010 | 01:30
Eldur sést úr Fljótshlíð
Það hlýtur að vera svakalegt að vera nú á svæðum eins og í Þórsmörk og á Skógum!!
átt er austanverð og er ekki hagstæð að mér skilst
![]() |
Eldurinn sést úr Fljótshlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jú rétt er að fagurt er þar undir fjöllum, ég var tíu ár í sveit í Fljótshlíðinni hjá honum Hreiðari frænda í Árhvörn og fór oft í jeppaferð í laugina góðu sem falin er í fjallanna skjóli
Ég er hissa á að heyra frá því að fólk í Kirkjulækjarkoti sem er ekki innarlega í Fljótshlíð, og hefur orðið vart við öskufall, ég var sjálfur í Árhvörn sem er þriðji innsti bærinn í dalnum, og líst mér ekki á rest!