1.4.2010 | 01:25
Margur er knár þó smár sé!
Þó það séu aðeins um 25 manns eða svo í Þórsmörk eru það sennilega um 25 manns of mikið! Ég hefði viljað ef ég réði einhverju þarna um, tekið þetta fólk strax og sent það tilbaka því ekki er hægt að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í! þó að menn hafi tönnglast á að þetta gos sé lítið, hefur sannast að ýmislegt sé knátt þó smátt sé!!!
1.4.2010 | 00:33
Hvað ef Katla fer að gjósa? fer veðurfar í heiminum á hvolf?
Miðað við það sem Fox fréttastöðin sagði í innskoti í síðustu viku og hafði jarðeðlisfræðing sér til halds og trausts, vil ég að sjálfsögðu skírskota til minna manna hér á landi sem af mörgum eru taldir með þeim bestu í heimi! "og bið ég þá hér með um svar við þessum ágæta ameríkana."
Hvað er Katla fer að gjósa? billjón dollara spurning, fer allt til fjandans eins og gerðist 1798 að mig minnir, og uppskera um allan heim fer forgörðum og veðurfar sömuleiðis?
Gaman væri að að góður vísindamaður gæti svarað hér þessari áleitnu spurningu.
1.4.2010 | 00:18
50 þúsund plús heimsóknir eftir árs blogg eða um það bil!
31.3.2010 | 23:33
Margir sagðir fastir í Þórsmörk
"Það var eins og maður væri kominn í stríðið í Viet Nam þarna uppi á Morinsheiði. Það voru allt að fjórar þyrlur í einu, Landhelgisgæsluþyrlan og þrjár aðrar, sagði Kristinn Garðarsson, landfræðingur og kortagerðarmaður, sem varð vitni að því þegar ný gossprunga opnaðist í kvöld."
Margir gista í Básum í nótt, og mörgun var meinað að aka út úr Þórsmörk í kvöld.
Það var spurt hvort einhver væri með gítar! Það er bara fín stemmning, sagði Kristinn. Hann er Vestmannaeyingur og varð vitni að Heimaeyjargosinu út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér í janúar 1973. Gosið þá var í nokkurra hundraða metra fjarlægð.
![]() |
Fólk fær að fara úr Básum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2010 | 23:23
Og þá gerast slysin!
Það er aldrei of oft sagt að menn fari varlega í náttúru Íslands, sérstaklega nú vegna gossins í Eyjafallajökli, því eins og menn muna hafa menn farist þarna áður við svipaðar aðstæður.
Minningarskjöldur um þau þrjú ungmenni sem urðu úti á hálsinum stendur enn þrátt fyrir áhyggjur ættingja þeirra sem hann settu upp. "Systkini Dagmarar Kristvinsdóttur, íslensku stúlkunnar sem lést, settu upp skjöldinn fyrir sjö árum til minningar um systur sína og hin tvö sem urðu þarna úti á hvítasunnu vorið 1970, þau Elisabetu Brimnes frá Færeyjum og Ivar Stampe frá Danmörku."
"Eina færa leiðin að skildinum er núna um hinn hrikalega Heljarkamb en beggja vegna hans blasir við hengflug ofan í gilin tvö sem hraunið fossar niður í. Skjöldurinn er um 200 metra frá hraunjaðrinum og uppi í hæð, sem hefur til þessa varið hann gegn hraunrennslinu, en ef gosið verður langvarandi og hraunstaflinn hækkar, gæti skjöldurinn orðið jarðeldinum að bráð"
31.3.2010 | 22:11
Ferja þurfti um 50 manns af Heljarkambi!
![]() |
Um 50 ferjaðir með þyrlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2010 | 22:01
Wenger segir úrslitin sanngjörn, ekki í tengslum við veruleikann held ég
31.3.2010 | 21:52
Ekkert hægt að segja til um hegðan eldgoss
Það sannast alltaf meir og meir, að menn geta allst ekkert sagt fyrir um þessa hluti, þetta er einfaldlega órafjarri okkar skilningi þrátt fyrir að menn reyni að halda öðru fram.
![]() |
Sprungurnar líklega nátengdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2010 | 21:38
Gosið virðist ætla að koma á óvart með breytingum!
![]() |
Fólki vísað af Bröttufönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |