Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Að duga eða drepast !

Nú eftir rúmar þrjá og hálfa klukkustund hefst leikur Íslands og Svíðþjóðar í Gautaborg og þurfa okkar menn á sigri að halda, annars eru vonir um að komast lengra nánast úr sögunni!handball

Við höfum ekki verið að spila vel á þessu móti og væntingar langt fram úr ðllu, en það er nú einu sinni þannig að þegar að við spilum við sterkar þjóðir og mikið er undir kemur eitthvað óvænt upp úr hattinum, þannig er þjóðarsálin á Íslandi og hefur alltaf verið og verður sennilega alltafsmile

Nú er Bóndadagur og hvað er verra en leikur Íslands í kvöld og þorramatur og kaldur við hönd!

Koma svo Áfram Ísland!!


Of seint í rassinn gripið!

Svolítið fyndið að fara nú fyrst á morgun að spara vatn, þegar að kuldakaflanum er að ljúka!!

Hefði mátt gera það fyrir löngu síðan.

En þetta er saga Reykjavíkurborgar í hnotskurn, tómt klúður í öllum málum.


mbl.is Loka sundlaugum vegna skorts á heitu vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband