Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

Skipulagsnefnd borgarinnar er skipulagslaus!

Formaður skipulagsráðs, Hjálmar Sveinsson, er mikill áhugamaður um hjólreiðar, svo mikill að hann vill helst alla bílaumferð úr Reykjavík, en vitaskuld er það ekki hægt,en þar sem að menn þar á bæ gefast ekki svo glatt upp, fannst honum tilvalið að búa til svokallaðar hjólreiðaakreinar í bænum og skera þar með niður akreinar bifreiða, (sem n,b, eru aldrei fleiri en nú, þ.e, hjólreiðaakreinar,)

Nú síðast er dæmið um Grensásveg, þar var ákveðið að þrengja bílaumferð um eina akrein, til handa fimm eða sex hólreiðamönnum sem hjóla þarna daglega!.

Hér er gott dæmi um hvernig staðan er, ég vitna í færslu frá "Menn.is" Svona var nú grínið á Grensásveginum upp úr kl. 4 í gær. Umferðarteppa dauðans og önnur eins á Sogaveginum þar sem enginn komst inn á Grensásveginn!
Vonandi þurfti enginn á sjúkrabíl að halda! 

Hve oft á það að viðgangast að einn aðili geti tekið svona einhliðaákvarðanir og bummbarrabúmm, málið er afgreitt!!! burt með bílinn og inn með hjólinn.

Ég segi enn og aftur, Hjálmar Sveinsson er alls ekki starfi sínu vaxinn"!!

grensas


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband