Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
31.7.2015 | 23:32
Saga af kisu
Ég á frænku sem er mikil vinkona mín, eiginlega eins og systir mín, og hún meira að segja býr í sömu blokk og ég, en á þriðju hæð, ég er á jarðhæð með grasgarði og trjám. Hún á þrjár sætar kisur sem hafa verið okkar yndi í mörg ár.
Ein kisan heitir Tjási og er Bengal köttur.
Mjög styggur nema gangvart sínum nánustu, hann er með þá áráttu að príla á ótrúlegustu staði sem hinir kettirnir komast ekki, eða vilja ekki fara á, hann týndist í fyrra í rúman mánuð og fannst í austurbæ Kópavogs af góðu fólki sem sá aumur á kettinum. Þegar að hér var við sögu komið, héldum við að Tjási væri dáinn og vorum við búinn að sætta okkur við það. En hann fannst og var nokkra mánuði að ná sér til fullnustu.
Fyrir fjórum mánuðum datt Tjási af svölunum sínum á þriðju hæð en varð ekki meint af, en í fyrradag á klifri sínu datt hann enn og aftur og varð því miður ekki jafnheppinn og áður með lendingu,hann lennti illa á afturhluta líkamans og var ekki mögulegt að bjarga lífi hans!. þessi krúttlegi og yndislegi kisi var okkur öllum mikill ánægjuauki alltaf þegar við heimsóttum frænku okkar og kettina um leið.
Það sló mig að heyra dýralækninn segja að venjulega þyrfti aðeins eina sprautu til að svæfa dýr, en það þurfti tvær fyrir Tjása kött, hann vildi ekki deyja!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)