Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
27.7.2012 | 22:15
Íþróttamenn ganga inn á leikvanginn
Nú eru íþróttamenn okkar að ganga inn á ólympíuleikvangin og erum við væntanlega öll stollt af, en nokkrir þeirra hafa ákveðið að vera ekki með í þeim hópi, ég held að það séu sundmenn.
Skýringar á þessu ku vera að ég held að þetta sé sundfólk sem eigi að synda í fyrramálið.
Nú má hver sem vill hafa sína skoðun á þessu, ég fyrir mitt leyti tel að allir okkar íþróttamenn eigi að taka þátt í inngöngu íþróttafólks okkar sama hvenær tíma þau eiga að keppa!!
Annað finnst mér óvirðing við fánann!!!
http://mbl.is/sport/frettir/2012/07/27/ithrottafolkid_gengur_inn_4/
Íþróttafólkið gengur inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2012 | 18:23
Nubo: "Íslendingar veikgeðja og sjúkir"
Það slær mann óneitanlega að heyra þessi ummæli Nupos Kínverja, hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ þar sem að hann var við nám á sínum tíma,
Nubo var fenginn til að halda stutta ræðu en hann fjallaði stuttlega um bankahrunið á Íslandi og afleiðingar þess á land og þjóð, hann sagð :
Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir," sagði Nubo. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði."°
Ekki veit ég hvað fær manninn til að tala svona til Íslendinga en ég hvet þá norðanmenn til að íhuga alvarlega að eiga ekki viðskipti við þess konar menn, svona getum við ekki liðið!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2012 | 22:58
Verkfall í kjölfar Ólympíuleikanna
Nú hefur starfsfólk Heathrow ákveðið að fara í sólarhringsverkfall daginn fyrir setningu Ólympíuleikanna, Talið er að um 250 þúsund manns munu fara um flugvöllinn þennann dag samanborið við 190 þúsund á venjulegum degi.
Ég býð ekki í það hvaða ástand skapast ef að þessu verður, en það verður svakalegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2012 | 18:54
Þrjár danskar systur létu lífið
Þetta er án vafa sorglegasta frétt sem ég hef lesið í langan tíma! Þessar systur frá Ringkøbing á Jótlandi urðu undir 400 kílóa heyöggum og lést ein þeirra samstundist en hinar létust á sjúkrá húsi skömmu seinna. Blessuð sé minning þeirra og megi Guð styrkja foreldra þeirra í sorg sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)