Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Wigan mikilvægari en Real Madrid

Sammála Harry Redknapp,  það hlýtur að vera meginmarkmið að enda í fjórða sæti til að geta komist í Meistaradeildina að ári.

Enda talar sá sem að mínu mati ætti að verða næsti landsliðsþjálfari Englands.


mbl.is Wigan mikilvægari en Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eigum við að segja Nei við Icesafe

  • Vegna þess að almennum borgara þessa lands finnst sem að þeir hafa verið sviknir af glæpamönnum, útrásarvíkingum, sem greipar  hafa látið sópa um  sparisjóði, banka og lífeyrissjóði landsmanna.
  • Vegna þess að bretar  lögðu á okkur hryðjuverkalög, og þáverandi og  núverandi sjórnvöld  hafa á engan hátt reynt að mótmæla þeirri staðreynd.
  • Vegna þess að hvergi í heiminum stendur að ríki eigi að greiða skuldir sem stofnaðar eru af einkabönkum og innistæðutryggingareglur eiga ekki við í þessu tilfelli.
  • Vegna þess að  ef íslenska  þjóðin vill vera sjálfstæð næstu áratugina þá segi þeir Nei við þessum lögum.
  • Vegna þess  að verið er að skuldbinda Ísland til að greiða gríðarlegar  upphæðir sem að  okkar börn, barnabörn og barnabarnabörn munu þurfa að greiða ef menn segja Já!!!

Tengdó hefur slæm áhrif á sambandið

Kemur það einhverjum á óvart? tengdó er jú alltaf tengdó!

http://visir.is/tengdo-hefur-slaem-ahrif-a-sambandid/article/2011704029957


Hefði mátt bjarga mannslífum segir borgarfulltrúi VG

"Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að sú staðreynd að fundist hafi fjögur lík útigangsmanna úti á víðavangi segi okkar hvað þessi sjúkdómur er alvarlegur. Mikilvægt sé að fylgjast vel með þessu fólki. Hann hafi lagt til að  gert verði meira til að veita þessu fólki fagleg úrræði. Að það sé almenninlegt sjúkraskýli."

Mikilvægt að fylgjast vel með þessu fólki, já, en hvað eru borgaryfirvöld að gera í þessu, greinilega alls ekkert!, þetta tal Þorleifs er hrokafullt og einkennandi fyrir pólítíkusa, svar  sem í raun  er alls ekkrt svar.

Engu skipti hvort VG, Samfylking eða þá "besti flokkurinn"  sé við völd, menn "humma" þennann málaflokk alltaf af sér.


Wenger: Wilshere þarf að fá hvíld

Þetta er óttalegur væll hjá mínum  ágæta Wenger, að fara að  segja til um hvort einstakur leikmaður eigi að hvíla eða ekki, það eiga að sjálfsögðu allir þeir bestu hverju sinni  að  spila ef þeir eru til þess valdir, og ekkert væl!
mbl.is Wenger: Wilshere þarf að fá hvíld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband