Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Engin leikur unnin fyrirfram, rétt hjá Gumma

Rétt hjá Gumma, það  þarf að  taka  fullt tillit til allra mótherja, sama hve lágt þeir eru skrifaðir í handbolta, japanir eru með spútnik lið keppninar án  vafa og geta gert okkur skráveifu án efa, en þeir unnu í dag Austurríkismenn með þremur mörkum.

Gummi Gumm


mbl.is Enginn leikur unninn fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóka kóla til Spánar, spánskt vatn í kókið?

Nú er bara spurning hvort versksmiðjan verði lögð niður og send til Spánar og við fáum spánskt vatn í kókið okkar!!

coca cola


mbl.is Spánverjar kaupa Vífilfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er færi!!

Hvort sem um er að ræða framtíð Íslands í pólítík eða góðan árangur landsliðsins í handbolta, þá er stefnan aðeins í eina átt, upp á við. Eða það vonar maður allavega, ég er bjartsýnn hvað varðar landsliðið en öðru máli gegnir um pólítík.

Sumir hér á blogginu keppast við  að úthrópa sjálfstæðisflokkinn til hægri og vinstri, en gleyma  að nefna sjálfa sig sem þáttakendur í lífsgæðakapphlaupinu  mikla  sem átti sér stað  á árunum ca 2003 til 2008 allt til hruns.

Það er ótrúlegt að horfa og hlusta á menn dásama ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna, skattahækkanir eru yfirvofandi, það á að  leggja vegatolla  á sunnlendinga, þrátt fyrir að þeir tollar séu í raun inni í bensíngjöldum, tvískattlagning þar á ferðinni, niðurskurður um ca sjöhundruð milljónir hjá Landsspítalanum! og þar fram eftir götunum.

Er þetta  eitthvað sem við eigum að sætta okkur við til framtíðar? 


Beint á Hraunið með þá

Nú virðist sem að  maður sé farinn að sjá að "sérstakur" sé farinn að vinna vinnuna sína, fyrst var það Hreiðar Már og nú Sigurjón Árnason, en  það hlýtur að vakna sú  spurning hvort þetta sér bara sýndarmennska, ekki hef ég frétt af frekari ákærum á hendur Hreiðari Má síðan að hann var látinn  laus, og er nú komið að næsta  sjónarspili? Sigurjóni?

Er þetta  bara  sjónarspil til að halda lýðnum góðum? 


mbl.is Á Hraunið eftir yfirheyrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níu ára dreng vísað úr strætó!

Ekki er að spyrja að mannlegu eðli  í  þessu tilfelli, góð  sál og  góður vagnstjóri hefði einfaldlega hleypt  þessum unga dreng inn enda ekki endalok fyrir stætó per se, þetta eina tilvik.

Spurning hverskonar  persónu þessi vagnstjóri hefur að  geyma sem þetta gerir.

 


mbl.is Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisverndarsinnar og þeirra "fylgifiskar"

Jamm, þessi ágæti Kennedy er gott dæmi um hvað ruglað þetta lið getur verið, burtséð frá hvort það sé "undercover" eða ekki, þessi ágæti maður á ekki sjö dagana sæla í framtíðinni.


mbl.is Dulbúin lögga í fararbroddi mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 Sport og ummfjöllun um HM í handbolta

Ég var ánægður með ákveðna umfjöllun Þorsteins Joðs og félaga um HM í fyrsta þætti þeirra  í kvöld, öll  ummgjörð var glæsileg og til fyrirmyndar, en eitt sló mig verulega  og það var að ekkert var talað um önnur úrslit í öðrum  riðlum, þar sem mörg athyglisverð úrslit áttu sér stað. 

Frábær sigur Íslands, en erfitt á morgun

Ég hafði nokkrar efasemdir um að við næðum að vinna ungverja í dag, en önnur varð raunin, það var  aldrei spurning um hvar sigurinn lennti, hefðum getað unnið með um ellefu tólf marka mun, en okkar menn slökuðu verlulega á í lokinn enda engin ástæða til annars.

Á morgun tökum við á móti brössum sem eru í klassaflokki fyrir ofan chilemenn sem töpuðu með tíu mörkum  fyrir svíum í gær, það verður góður prófsteinn fyrir okkur eftir sigur í dag.


Óveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli

Heyrði í kunningjafólki sem var  á leið undir Hafnarfjalli í kvöld  og sögðu þau að þau hefðu þurft að leggja bílnum í skjól, svo mikill var vindurinn.

Skil raunar ekkert í fólki að vera að hafa sig út í að keyra þessa leið þar sem margbúið er að lýsa hana nánast ófæra, trekk í trekk!!


mbl.is Óveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður sigur íslendinga á þjóðverjum í kvöld

Þetta var nokkuð auðvelt en hafa ber í huga að aðkomuliðið var kannski þreytt eftir ferðalag og verða tvífefdir á morgun, en þá er bara  að vona  að við sýnum ennbetri leik en í kvöld og  tökum þjóðverja í bakaríið!!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband