Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Dunga hættur með brasilíska landsliðið

Carlos Dunga er hættur að þjálfa þá brasilísku eftir tapið gegn hollendingum í dag, enda ætti það varla að koma á óvart þar sem aðdáendur "Samba" fótboltanns eru farnir og áherlsa hans verið lögð á góðan  varnarleik, sem ekki er slæmt í sjálfu sér heldur eru þetta heldur mikil viðbrigði fyrir okkur samba dansarana.

Paris Hilton handtekinn á HM í Suður Afríku!

Hilton

Hilton var handtekinn eftir leik Brasilíu og Hollands grunuð um að vera með maríjúana undir höndum, ekki hefur verið staðfest að um hina ektakvinnu hafir verið að ræða en lögreglumaður sem ekki vildí láta nafns síns getið sagði að um hana væri að ræða.

Það er langt frá því að um þessa ágætu stúlku sé einhver lognmolla.


Nauðungarsölum fjölgar í Reykjavík

Frá áramótum hafa 127 fasteignir verið seldar á nauðungarsölu hjá sýlsumanni í Reykjavík sbr í fyrra voru þær 63!  þar af voru þær í júnímánuði 63!!

"Fyrstu sex mánuði þessa árs voru skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna 968 talsins. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna í fyrra urðu alls 2.504. "

Segjum svo að ástandið sé gott!!!


mbl.is Nauðungarsölum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóða þúsund menn í skiptum fyrir einn ísraelskann hermann

Ísraelsmenn hafa boðist til að skipta á þúsund palestínskum föngum fyrir einn ísraelskann hermann sem er búinn að vera í haldi þeirra í fjögur ár!

Honum hefur verið haldið í einangrun án nokkurs sambands við Rauuða Krossinn eða fjöldskyldu sinnar, Hamas liðar hafa hafnað þessu  boði!


Kattarfár á Kársnesi, Pabbinn gómar villikött!

Það er ekki falleg sagan sem heimilisfaðir úr Kópavogi hefur að segja eftir frí þeirra og ömurlega heimkomu.

"Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi."

"Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað."

Grey kisi og auminga fjöldskyldan að lenda í svona ósköpum.

http://visir.is/kattafar-a-karsnesi--heimilisfadir-handsamar-villikott/article/2010596516999


Úrúgvæ áfram eftir vítaspyrnukeppni!

Úrúgvæ er áfram eftir vítaspyrnukeppni gegn Ghana, Ghana gat tryggt sig áfram en klikkaði á víti á lokasekúndum seinni framlengingar, þar sem leikmaður Ghana setti hann í slá og yfir.


Endurheimtu húsið úr höndum Arion banka

Ánægjulegar fréttir um að sex manna fjöldskylda endurheimti heimili sitt af Arion banka sem keypti það á uppboði í vor, en var ógilt nú í vikunni!

"Húsið þeirra var um 50 milljóna króna virði þegar þau tóku lánið og þau hættu að borga þegar lánið óx húsinu langt yfir höfuð. Nú hefur maðurinn hins vegar endurheimt húsið sitt þökk sé formgalla á nauðungarsölunni"

"Vilhjálmur segir stöðuna í dag þá að þau hjónin eigi húsið. „Nú erum við með allt aðra samningsstöðu og getum farið að semja um okkar skuldir."

 


Gæti hægt á efnahagsbata

Áhrif dóms um að gengistryggð lán séu ólögmæt, gætu haft þau áhrif að hægja á efnahagsbata þjóðarinnar segir sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek Rozwadowski.

"Roswadowski segir að óvissan sem ríkja muni um vextina næstu mánuði valdi því að líkindum að fjárhagsleg endurskipulagning stöðvist. Hún sé nauðsynleg til að hagkerfið komist í gang að nýju. Óvissan valdi því líklega líka að gjaldeyrishöftin vari lengur en til stóð."

Sjá frétt á Rúv.is

http://www.ruv.is/frett/gaeti-haegt-a-efnahagsbata

 


Sjálfsmorð eftir tap Brassa

Það segir meira en orð fá lýst hve sumir taka íþróttum alvarlega, Haitibúi einn ungur eða átjan ára gekk fyrir bíl og tók líf sitt eftir tap Brasilíumanna.
mbl.is Framdi sjálfsmorð eftir tap Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HM sæti Íslendinga í bridge öruggt

Íslendingar gerðu jaftefli við Englendinga 15-15 nú í kvöld og tryggðu þar með sæti sitt á HM í bridge á næsta ári Smile´

En þá eru 20 ár eru liðin frá því Ísland HM í Japan.

Staðan er sú að Ítalir hafa 304 stig, Pólverjar 297, Ísrael 284,5 og Íslendingar 270°.

Íslendingar mæta Rússum í lokaumferðinni á morgun en Ísraelsmenn spila við Ítala. Með hagstæðum úrslitum eiga Íslendingar möguleika á bronsverðlaunum.

Áfram Ísland Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband