Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Þú kaupir ekki titil í knattspyrnu!

Peningar gera ekki alltaf gæfumunin, þó auðvitað séu þeir nauðsynlegir í eðlilegu daglegu lífi, en í tilfelli Madridarliðsins sem féll úr leik í gær gegn "littlu" liði Lyones frá Frakklandim,  er ég og hef alltaf verið, viss um að þeir myndu ekki gera frábæra hluti, það er ekki hægt að kaupa stemmingu og það er ekki hægt að kaupa baráttu og liðsanda, þess vegna vann franska liðið í gær, sem betur fer segi ég, gott dæmi um þetta auk Lyons er Arsenal sem engu eyðir í leikmannakaup og hvar eru þeir staddir um þessar mundir?

Tilgangslausasti alþjóðaflugvöllur í heimi !!

Japanir eru ekki með stórt landrými, það vita allir, en það slær marga sem þangað koma hve mikið er um "tilgangslausar framkvændir" sbr. mikið af jarðgögum um allar trissur og vegi og brýr sem ekki virðist þörf fyrir, en það allt var slegið út með opnun nýs alþjóðaflugvallar í Íbaraki þar sem aðeins eitt flug fer á dag!! Það ku vera gert til að halda fólki í vinnu og skapa hagvöxt eftir að efnahagsbólan sprakk,  sjá frétt á Pressunni.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/einn-tilgangslausasti-althjodaflugvollur-i-heimi-byggdur-fyrir-milljarda-eitt-flug-a-dag


Gríðarleg forföll hjá Arsenal

Þetta er ekki lengur fyndið með Arsenal liðið, ofan á þá sem búnir eru að vera meiddir hafa bæst við fleiri, þannig að staðan er þannig:

Van Persie, Gallas, Fabregas, Sagna (Kannski klár um helgina ) , Campell, (Kannski klár um helgina ) Ramsey fótbrotinn, Gibbs, Djourou.  Eins gott að það eru efnilegir unglingar á samning hjá félaginu.


mbl.is Fabregas ekki með gegn Hull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á óvart eða ekki!

Það eina sem kæmi mér ekki  á óvart væri  að stjórnin segði af sér í næstu viku!!
mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallelujah fyrir þá sem "Nei" sögðu

Nú þegar að klukkann er orðin tíu og búið að loka kjörstöðum, er  við hæfi að spila lag sem segir mínar tilfinnigar í botn, ég er ánægður með rúmlega 90% afstöðu við "Neii" og segi aðeins þetta, Hallelujah!!


Um 55% þáttaka í dag, ásættanlegt ?

Það eru um 90% sem hafa kosið Nei, og er það meira en spár sögðu  til um, en þáttaka hefði mátt vera meiri að mínu mati!

Já eða Nei ?

Það vefst kannski fyrir sumum hvað merkja eigi við í dag, en ég held að það geti ekki verið erfitt að átta sig á hve mikill munur er á Jái og Neii, ef einhver er!!

 


Jóhannes sakar Lilju um ofsóknir á hendur sér

Hvað er Jóhannes að meina með svona bréfi? Er hann enn að reyna að friðþægja sjálfann sig með árásum á þingmanninn Lilju Mósesdóttur sem hann telur að grafi undan mannorði sínu með orðum sínum, rétt er að ekki hefur Jóhannes verið tekinn í yfirheyrslur vegna Haga, en er hann ekki einn af þeim mönnum sem stutt hafa þá stefnu þeirra sömu manna og koma við sögu þessarar rannsóknar? Hann hefur bara verið bakvið tjöldinn, mikil hræsni hjá þessum manni.

http://visir.is/article/20100306/FRETTIR01/93998544


Enn sýnir landinn áhugaleysi sitt í samstöðu!!

Það er með ólíkindum hve lítill áhugi er fyrir þessari kosningu í dag, enn sem komið er, það virðist sem íslendingum sé ómögulegt að sýna samtstöðu þegar mest lætur! hvar er þjóðarstoltið eiginlega? Hunskist út og greiðið atkvæði.

Klofningur innan Vinstri Grænna

Það er með ólíkindum að stjórnin skuli enn halda velli, svo  mikil eru klofningsatriði innan flokkanna, Guðfríður Lilja ætlar að segja nei á morgun þvert á vilja formannsins og er ábyggilega ekki sú eina sem það gerir í þeim flokki!! ég held að Steingrímur hafi málað sig úti í horn hvað varðar Icesafe málið í heild sinni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband