Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Sammála þvi að Mercedes muni bæta sig

Það var svolítið sérkennileg stemming að horfa á fyrsta kappakstur ársins um liðna helgi, ekki síst vegna endurkomu "kóngsins" Schumachers, sem gerði sæmilega, náði stigasæti sem og Rosberg, báðir skila sér í mark í topp sjö og er það vel, held að með þróunaráætlun liðsins og kunnáttu og reynslu ökumanna sinna mun liðið ná langt.

En ég verð að segja að ég sakna mjög þess að ekki má lengur taka bensín í keppninni, það var einn aðall hverrar keppni hver setti upp besta stoppið og hvaða hernaðaráætlun var í gangi, þetta er farið og sjarminn þar af leiðandi minni.

 


mbl.is Brawn: Mercedes mun bæta sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir menn eru ekki tilbúnir!!!

Þrátt fyrir sigur í kvöld er ég ekki tilbúinn að skrifa undir eins og Wenger gerir:

http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/03/13/wenger_tilbunir_i_titilbarattuna/

 


mbl.is Wenger: Tilbúnir í titilbaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Box með Bubba og Ómari í beinni!

Nú er að stilla sig á Sýn og sjá góðan bardaga!!

Hvernig er maður kristinn ?

Hvað er mér efst í huga eftir þessa líðandi viku? Eg skal ekki segja, það er svo margt, en eins og staðan er í dag langar mig að tala um trúmál.  Ég er ekki mjög trúaður maður, alla vega ekki á mælikvarðanum að mæta til messu reglulega, en samt sem áður hef ég einhverja tilfinningu fyrir „trúnni“ sem slíkri, og það fær mig til að hugsa um hluti sem ég aldrei  gerði áður, hvað er á bak við drauma sem ég tel stundum vera yfirskilvitlega,  ég veit ekki einu sinni sjálfur hvað ég meina! Ég rakst á þessa grein á netinu sem er frá árinu 2006 man ekki hver er höfundur, en vona að hann taki ekki illa í að ég birti þetta hér og nú ! 

„Bábiljuslagsíða: Hvað er trú?     Það er kominn tími til að útlista hvað rökhyggja á eða á ekki skylt með trú og hvað átt er við með orðinu trú. Rökhyggjufólk trúir ekki í þeirri merkingu að það fallist á órökstuddar staðhæfingar, heldur trúir það einungis því sem stutt er með rökum. „Trú“ rökhyggjumannsins heitir rökstudd sannfæring og þarf að vera studd gildri röksemdafærslu.Hins vegar hefur orðið trú öðlast merkinguna „sannfæring úr lausu lofti gripin“, sannfæring án raka, án stuðnings, bara trú. Þess vegna forðumst við hér á Íslandi að nota orðið trú yfir sannfæringu okkar og notumst frekar við önnur orð eins og ég veit, ég held, ég tel, ég er sannfærður, ég er handviss o.s.frv. Hugtakið trú hefur nefnilega þessa leiðinlegu bábiljuslagsíðu fasta við sig.Þegar rökhyggjufólk í enskumælandi löndum notar „belief“ um sannfæringuna sína, þá er oft átt við rökstudda sannfæringu. Trúfólk vill hinsvegar meina að „belief“ sé alltaf og ávallt án raka eða stuðnings. Rökhyggjufólkið þar hefur hinsvegar náð að koma því við að nota enska orðið yfir að trúa í þessari merkingu. Það er kannski út af því að það er ekki mikið svigrúm í tungumálinu til þess að nota önnur orð yfir það að vera sannfærður.Annars er merkingarmið trúar allt of mikið á reiki. Sérstaklega þegar prestarnir reyna að útskýra það. Þá vilja þeir hallast að því að skilgreina rakalausa trú alveg eins gilda og rökstudda trú. Til þess einmitt að vefja ruglið sitt inn í bómull svo það fái á sig ásýnd einhvers skynsamlegs. Svona „kasta-sand-í-augun-og-ræna-af-þér-vitinu“ taktík einhver.Hérna liggur nefnilega munurinn á orðunum faith og belief í ensku. Faith er alltaf tiltrú án rökstuðnings, von um það sem ekki er auðið að sjá, meðan belief getur auðveldlega náð yfir álit sem byggt er á traustum grunni.Trúaða liðið ruglar iðulega saman þessum tveim hugtökum eftir hentugleika. Þegar við gagnrýnum faith og segjumst ekki hafa slíkt túlka þeir það sem svo að við séum að gagnrýna belief og að við viljum ekki gangast við því að hafa svoleiðis. Svo segja þeir: „Allir hafa trú, enginn getur verið trúlaus, trúleysi er ákveðin gerð trúar.“Við erum, eins erlendu rökvinir okkar, ekki „belief“-laus, en við erum „faith“-laus. Svo er bara að koma því inn í hausinn á prestahjörðinni. „

Vorið er komið og grundirnar gróa og ástin er í loftinu

Það er eitthvað sem segir mér að  vorið sé komið, lyktin af gróðrinum sem er að taka við sér og kongúlær byrjaðar að spinna sína þræði á garðhúsgögnunum. Við erum að ganga inn í vorið með ástina sem því fylgir.

John Paul syngur um ástina sem liggur í loftinu :)


Er hægt að vera góður á harmóníku??

Ef þið eruð í vafa eða hafið einhverntíman verið það,  kíkið þá á þetta !!


Lausn á fangelsismálum íslendinga

Það er búið að tala lengi um vandamál varðandi húsnæði fanga í landinu og sitt sýnist hverjum í þeim efnum, en yfirvöldum í Georgíu í fyrrum Sovétríkjunum hefur farið þá leið að senda smáglæpamenn í klaustur til að ljúka afplánun, ekki komast hörðustu krimmar þangað til kristinna manna heldur verða þeir að sætta sig við hefðbundna járnrimla.

Ég fyrir mitt leyti segi að leysa beri þetta sama vandamál með því að finna góða eyju hér úti fyrir ströndum landsins og koma þar fyrir ódýru húsnæði sem  ásamt öðrum lágmarksnauðsynjum og láta síðan fangana um að stjórna sínum málum án afskipta okkar, þeir fá síðan reglulega sendar til sín þær nauðsynjar sem þeir þurfa og haleljuja!¨allrir ánægðir

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/gaeti-thetta-verid-lausnin-a-fangelsisvanda-islendinga-fangarnir-sendir-i-klaustur


Farsími ársins hellir upp á kaffi, rakar þig og fl.

Snjöll auglýsingaherferð þeirra í Nova Scotia í Kanada skilaði miklum herskara  túrista til landsins, sjáið myndbandið!!!

 

http://www.youtube.com/watch?v=qWQhUGxU80w&feature=player_embedded#


92 ára kona myrðir 98 ára eiginmann sinn

Sorglegur endir á langri ævi, spurning hve lengi hún þarf að sitja inni?

http://visir.is/article/20100313/FRETTIR02/124537281


Enn skorar Gylfi fyrir Reading

Breskir segja Gylfa besta spyrnumann í Englandi, og hann sýnir það með því að skora tvö í dag gegn Bristol City, og þessi maður er ekki fastamaður í Íslenska landsliðinu ??


mbl.is Gylfi tryggði Reading sigur - Kári skoraði fyrir Plymouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband