Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Góðan dag kæru ráðherrar Shocking

Mig langar til að leggja smá fimmspurninga krossapróf fyrir ykkar háttvirtu þingmenn og ráðherra ríkisstjórnar Íslands.

  1. Hvað teljið þið að núverandi stjórn muni sitja lengi ?

a  þrjá mánuði   b  sex mánuði   c   tólf mánuði

    2.   Hvaða flokkur innan ríkisstjórnarinnar ykkar mun verða fyrst til að slíta samstarfi?

a   VG  b   Samfylking   c   Verða báðir reknir út úr þingheimi af óðum lýð frá Austurvelli

    3.  Finnst ykkur að Kínverjar eigi að koma að uppbyggingu landsins að einhverju leyti?

a   Já, með því að leyfa þeim að fá hafnaraðstöðu   b  Nei, EB á að hjálpa okkur út úr krísunni  c   Hvorki né !! (má ekki taka afstöðu sökum stöðu minnar ! )

    4  Hvað á að gera til að bjarga fjöldskyldum landsins frá því að missa húsnæði sín?

a   Láta byggja bragga í neðra Breiðholti   b   Gefa út matarmiða til fólks með undir 100 þ tekjum   c    Flytja alla er ekki hafa efni á að borga til Grænlands

    5  Hvað ætilið þið að gera til að hjól atvinnulífsin fari að snúa aftur?

a   Selja erlendum fyrirtækjum aðgang að auðlindum landsins   b   Fá Pólverja til að koma og vinna fyrir fríu bakkelsi   c   Reyna  að fá stóriðjustefnu staðfesta og í gagnið.

Með von um að þið sjáið ykkur fært að svara þessu einfalda krossaprófi

Svör sendist á gummijul@internet.is  eða á http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/

Vinarkveðja

Guðmundur Júlíusson, Krossfari


99.9% krafna i Icarus Invest hafa tapast!

Það er með ólíkindum hve auðvelt er að tapa peningum, það hefur nú sannast með þessu dæmi þar sem aðeins um tæplega þrjátíu milljónir fást upp í fjörtíu og tveggja milljarða króna kröfu.

Annars finnst mér leiðinlegt þegar að talað er um "Nóatúnsfjlöldskylduna" sem ekkert hefur með Nóatún í dag að gera! þetta verða blaðamenn og aðrir er skrifa um fréttir að átta sig á! Mjög hvimleið árátta.


Arsenal 2 West Ham 0

Einum færri hafa Gunners skorað og nú úr víti frá Fabrescas!! á toppinn fara þeir um sinn  Heart

Vil halda Eiði hér, segir Redknapp

Eftir góðann leik hjá okkar manni segist Harry Redknapp vilja halda Eiði á næsta leiktímabili, hann sé góður félagi innan hópsins og leikmenn elski að spila með honum, hvað sem hann meini nú með því, en góðar fréttir þó fyrir okkar mann.

http://visir.is/article/20100320/IDROTTIR0102/406524387


Arsenal einum færri og Almunia ver víti

Fljótt skipast veður í lofti, á síðustu mínútum rak dómari Vermalen út af og dæmdi víti sem Almunia varði meistaralega, það verður á brattann að sækja í seinni hálfleik er ég hræddur um!


Enn láta Ísraelar til skarar skríða!!

Nú voru þeir að skjóta til bana 16 ára pilt á Vesturbakkanum nærri Nablus í dag og annar særður. Þeir hafa ítrekað sagt að þeir noti aðeins gúmíkúlur og táragas gegn mótmælum unglinga, en það er greinilega ekki rétt.


mbl.is Palestínskur piltur skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum meiri möguleika en aðrar þjóðir

Bjarni Ben sagði á norska Framfaraflokksins í dag að íslendingar ættu meir möguleika en aðrar þjóðir til að koma sér út úr kreppunni, menntunarstig þjóðarinnar væri hátt og sjálfsbjargarviðleitni mikil, hann þakkaði Norðmönnum fyrir að ætla ekki að láta Icesafe deiluna hafa áhrif á lánafyrirgreiðslu til íslendinga.

http://visir.is/article/20100320/FRETTIR01/274608897


Já Já, Arsenal komið yfir gegn Hömrunum!!

Gott mark frá Denilson hinum brasílíska eftir aðein fimm mínútna leik, og halda ótrauðir á toppinn


Áreiti frá Löggunni í NY

Vesalings hjónakornin sem komin eru á efsta aldur og vilja sjálfsagt njóta friðar og spekktar fyrir framan kassann, en því miður ekki, þar sem tölvukerfi lögreglu borgarinnar henti nöfnum þeirra aftur og aftur inn sem heimilisfangi er nauðsynlegt var að heimsækja vegna einhverra  heimilisástæðna sennilega, 50 sinnum þurftu gömlu hjónin að þola þessar barsmíðar á hurð sína og sér ekki fyrir endan á því, en þau fengu þó köku og afsökunarbeiðni um daginn !
mbl.is Lögreglan angrar gömul hjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður með landsliðsþjálfarann í vasanum

Þrumugrein frá Henry  Birgi á Vísi.is í dag, sá lætur Ólaf Jó heyra það, og ekki vanþörf á þar sem ekkert fordæmi er fyrir svona linkind til handa leikmanni.

http://www.visir.is/article/20100320/IDROTTIR0101/168810535/-1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband