30.10.2009 | 20:43
Því má svokallað "villifé" ekki þróast áfram?
Í fréttum í vikunni var fjallað um fé sem gengið hefur úti milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar í áratugi og þróast þannig að það er háfættara en okkar venjulega sauðfé, nokkurs konar villifénaður, og er orðið annsi styggt en að sama skapi geysilega harðgert, það er orðið mjög fimmt í klifri enda orðið vant að feta ansi bratta stigu fjallanna, minnir mig á fjallageitur sunnar í álfunni, t.d. á Grikklandi þar sem þær eru nokkuð algengar. ´
Ég vil fyrir mitt leyti hafa þær þarna og leyfa þeim að þróast og sjá hvað út úr þessu verður, þær hafa jú verið þarna í að mér skilst í um átta ár eða svo og ef þær hafa lifað þau ár af , þá getur þetta fé alveg plumað sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar á að draga mörkin. á þá ekki að vera frjálst að hafa villifé hvar sem er? Á þá nokkuð að vera skylda að hafa fjárhús eða hey? Á nokkuð að mismuna mönnum, kindum eða svæðum?
Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:20
Halló, hvar ertu alinn upp, það er engin að tala um að hafa villifé út um allar trissur, og enda er það ekki uppi á teningun þar sem þetta finnst ekki annars staðar en á þessum stað! Þú ert allt of þröngsýnn maður kæri nafni!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.